Hatur í nafni frjálslyndis

Samfylkingarfólk og vinstrimenn gerðu umræðuna um mosku sem kennileiti í Reykjavík að hatursumræðu. Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík vildi afturkalla lóðaúthlutunina. Umræðan hefði getað orðið á grundvelli skipulagsmála og menningar, þ.e. hversu æskilegt það sé að moska í Sogamýri með níu metra bænaturni verði kennileiti í Reykjavík.

Vinstrimenn sáu til að þess að umræðan varð hatursfull með því að væna oddvita Framsóknarflokksins um rasisma. Álitsgjafar á vinstri kantinum, t.d. Egill Helgason, gáfu tóninn í umræðunni með yfirgengilegum munnsöfnuði. Vinur Egils til margra ára, Gunnar Smári Egilsson, rann á sorplyktina eins og fyrrum og kallar forsætisráðherra ,,kríp"

Ef þetta snýst um Framsókn er eina fréttin sú að forsætisráðherra Íslands treystir sér ekki að hafna tillögum flokksmanna um skipulögð mannréttindabrot á minnihlutahópum, einn forsætisráðherra í okkar heimshluta. En sá maður varð forsætisráðherra í boði fjölmiðla sem treystu sér ekki til að halda lágmarks viti í umræðunni; hann er kríp sem fjölmiðlarnir sköpuðu.

Tilvitnunin er tekin af málgangi Samfylkingarinnar, Herðubreið, en Karl Th. Birgisson fyrrum framkvæmdastjóri Samfylkingar notar hvert tækifæri til að benda Framsóknarflokknum við rasisma. Sumar færslur Karls Th. eru ísmeygilegar, t.d. með fyrirsögninni 1937, þar sem látið er liggja að því að Sigmundur Davíð sé hallur undir nasisma.

Samfylkingin er flokkur gegnsýrður af hatri.

 


mbl.is Með ólíkindum hvað menn leggjast lágt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn er kletturinn gegn skoðanakúgun

Vinstriflokkarnir ákváðu að moska skyldi rísa við fjölfarnasta veg landsins og verða þannig að kennileiti Reykjavíkur. Samfylkingin gaf það út að mótmæli gegn mosku sem kennileiti höfuðborgarinnar væri rasismi.

Heiladauður Sjálfstæðisflokkur tileinkaði sér ákvörðun vinstrimanna og auglýsti múslímavæðingu höfuðborgar Samfylkingar og vinstriflokkanna sem ,,dásamlega Reykjavík." Jafnvel glerhörðum sjálfstæðismönnum eins og Birni Bjarnasyni verður bumbult af aumingjahætti framboðsins.

Framsóknarflokkurinn einn stendur gegn skoðanakúgun vinstrimanna og vill afturkalla úthlutun lóðarinnar til múslíma. Yfirlýsing oddvita Framsóknarflokksins hleypti af stað umræðu sem  sýnir að stórum hópum kjósenda finnst nóg um yfirgang vinstrimanna í þágu sértrúarhópa.

Það er arfleifð frá miðöldum að setja upp trúartákn á áberandi stöðum í borgum. Dómkirkjur í miðaldaborgum Evrópu risu við markaðstorg til að sýna mátt og megin. Á Íslandi í seinni tíð voru kirkjur reistar á hólum og hæðum, samanber Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti.

Eftir því sem dregur úr kennivaldi trúarinnar eru bænahús og kirkjur settar niður á hlédrægari staði en áður. Fyrir hálfum öðrum áratug voru hatrammar deilur í Kópavogi þar sem til stóð að byggja kirkju á Víghóli, sem er útsýnisstaður. Kirkjubyggingunni var fundinn minna áberandi staður.

Það er algerlega ótækt að borgaryfirvöld samþykki að moska múslíma skuli rísa á lóð við fjölfarnasta veg landsins. Allir sem eiga leið um Ártúnsbrekku munu hafa moskuna í Sogamýri fyrir augum. Moskan mun segja þá sögu ókunnugum að höfuðborg Íslands sé múslímavædd.

Þökk sé Framsóknarflokknum er komin viðspyrna gegn stærsta menningar- og skipulagsslysi seinni ára í höfuðborginni. 

Framsóknarflokkurinn einn þorði að rísa gegn skoðanakúgun vinstrimanna sem kenna það við rasisma ef einhver andmælir þeim. Við eigum að þakka Framsóknarflokknum fyrir hugrekkið og greiða flokknum atkvæði okkar í borgarstjórnarkosningunum á laugardag.

 


mbl.is Framsókn með mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband