Lögmenn sem djóka með dómstóla fá sekt

Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall stóðu fóru út fyrir ramma laganna þegar þeir stunduðu málsvörn í þágu Kaupþingsmanna í Al-Thani málinu. 

Hefði hátt­semi þeirra hvorki verið í þágu skjól­stæðinga þeirra né annarra ákærðu auk þess sem yf­ir­lýs­ing­ar þeirra um að þeir létu af verj­enda­störf­um hefðu falið í sér gróft brot á starfs­skyld­um þeirra sem verj­end­ur í saka­máli...

Með því að Hæstiréttur staðfestir brot Gests og Ragnars eru skýr skilaboð send þeir þeirra lögmanna sem kynnu að freistast til þess að beita óhefðbundnum starfsaðferðum í málsvörn skjólstæðinga sinna.


mbl.is Gesti og Ragnari gert að greiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort var Egill rasisti eða (bara) dóni?

Í orðabók samfylkingarmanna er hugtakið rasisti býsna víðtækt. Þeir sem vilja ekki að moska verði reist á áberandi stað í Reykjavík, og gerð að kennileiti höfuðborgarinnar, eru rasistar samkvæmt orðabók samfylkingarmanna.

Einnig þeir sem telja að Ísland ætti ekki að taka á móti fleiri innflytjendum en landið ræður við. Þá eru þeir líka rasistar sem nota uppnefni um fólk er vísa til uppruna, trúar eða sannfæringar viðkomandi.

Egill Helgason álitsgjafi er löngum talinn handgenginn samfylkingarkreðsum. Hann kallaði konu sem hann er ósammála ,,ógeðslega rasistakellingu" á opinberum vettvangi. 

Egill baðst afsökunar á ummælunum og segist ekki fá sóma af þeim, - óþarfi er að mótmæla því.

Á hinn bóginn er æskilegt að Egill og/eða aðrir aðalálitsgjafar hugarheims samfylkingarfólks leggi mat á það hvort það sé ekki rasískt að ráðast að fólki fyrir að hafa aðra sannfæringu en Samfylkingin blessar.

Rasismi er upprunalega kynþáttahyggja og vísar til kerfislægrar mismunar á grunni kynþátta. Egill og aðrar áþekkrar skoðunar hafa á hinn bóginn útvíkkað hugtakið til að það nái yfir hverskyns skoðanir sem þeir sjálfir eru mótfallnir.


Samfylking segir já við kúgun kvenna

Samfylkingin tekur upp hanskann fyrir trúarbrögð sem boða skefjalaust kvennamisrétti en hefur í frammi hótanir við kristnar kirkjudeildir sem amast við samkynhneigð. RÚV segir okkur þessi tíðindi.

Samfylkingin er hlynnt því að moska verði byggð við fjölfarnasta veg landsins. Múslímskt trúartákn verður þar með að kennileiti höfuðborgarinnar. 

Frambjóðandi Samfylkingar var á hinn bóginn þeirrar skoðunar að afturkalla skyldi lóðaúthlutun til rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sökum þess að kirkjan var bendluð við auglýsingu gegn samkynhneigð.

Niðurstaða: Samfylkingin leggur blessun sína yfir trúfélög sem mismuna konum kerfisbundið en rýkur upp til handa og fóta ef hallað er orði á samkynhneigða.

Þær konur sem ætla að kjósa Samfylkinguna á laugardag hljóta að gera það með stolti.


Bloggfærslur 28. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband