Gunnar Bragi stendur ekki með sínu fólki

Til að ná árangri í stjórnmálum þarf hugrekki til að taka afstöðu í málefnum sem skipta samfélagið máli. Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík tók afstöðu í umdeildu mál; hvort moska ætti að rísa á lóð í höfuðborginni sem stendur við fjölförnustu götu landsins og gerir bænastað múslíma að kennileiti Reykjavíkur.

Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík vill afturkalla lóðina, til frekari íhugunar og yfirvegunar, og fær á sig endalausar vammir og skammir frá rétttrúnaðarsinnum í Samfylkingunni. Það mátti við því búast enda hysteríubekkurinn þéttskipaður hjá vinstrimönnum.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra stendur ekki með sínu fólki þegar leggur móðursjúka fólkinu lið gegn málefnalegri afstöðu samflokksmanna. Og þetta er ekki fyrsta einkennið á skertri dómgreind utanríkisráðherra. Nýverið setti hann alkunnan ESB-sinna í embætti í Brussel.

Gunnar Bragi var ekki kosinn til að hlaða undir ESB-sinna. Þvert á móti var hann kosinn til að afturkalla ESB-umsóknina, - sem enn liggur á borði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.


mbl.is Gunnar Bragi tekur undir orð Sigrúnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband