Hljóðlátt hrun Sjálfstæðisflokksins

Í síðustu borgarstjórnarkosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúm 33 prósent fylgi og það þótti lélegt. Núna er flokkurinn með rétt rúm 20 prósent stuðning.

Hrun Sjálfstæðisflokksins er hljóðlátt, fáir ræða það eða reynir að berjast gegn fyrirsjáanlegri niðurstöðu næstu helgi. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er eins og vinafár gamall karl kominn í kör og saddur lífdaga.

Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er karlægt gamalmenn sýnir litli Framsóknarflokkurinn snerpu og pólitíska ákefð að setja mál á dagskrá og bjóða valkosti við meirihlutaræði vinstrimanna í höfuðborg Íslands.


mbl.is Sterkari í kosningum en könnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Austur-Evrópa hafnar ESB með sinnuleysi

Eins og víða í Vestur-Evrópu náðu stjórnmálaflokkar gagnrýnir á Evrópusambandið sér vel á strik í Evrópuþingskosningunum í Danmörku. Kosningaþátttaka Dana var liðlega 56% en að meðaltali var þátttakan í hinum 28 ríkjum ESB 43%.

Á korti Die Welt sést að kosningaþátttakan í Austur-Evrópu er víða skelfilega lág, jafnvel mælt á kvarða ESB, eða inna við 20%.

Kjósendur í Vestur-Evrópu sendu þingmenn á Evrópuþingið sem gagnrýnir eru á ESB en þingmenn sem koma frá löndum eins og Póllandi, Tékkland og Slóvakíu eru án umboðs. 


mbl.is Danski þjóðarflokkurinn með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarflokkur kominn í Davíðs-hlutverk Samfylkingar

Borgarstjórnarkosningarnar komast næst þingkosningum, aðrar sveitarstjórnarkosningar eru staðbundnari. Í kosningabaráttunni í Reykjavík stjórnar Framsóknarflokkurinn umræðunni, allt frá því að Guðni Ágústsson íhugaði að taka oddvitasætið yfir í umræðu síðustu daga um mosku Samfylkingar.

Framsóknarflokkurinn er með forræði í umræðunni en Sjálfstæðisflokkurinn sést ekki. Oddviti flokksins, Halldór Halldórsson, er á seinni stigum kosningabaráttunnar settur til hliðar en öðrum frambjóðendum lyft.

Þriðja atriðið sem er einkennandi fyrir kosningabaráttuna er hve Samfylkingin, sem skorar hátt í skoðanakönnunum og á sigurinn vísan, er taugaveikluð. Taugatitringurinn kom strax fram þegar Guðni íhugaði að taka efsta sæti Framsóknarflokksins. Helstu álitsgjafar Samfylkingar misstu sig í fúkyrðaflaumi og veittu innsýn í flokkssál sem er í stöðugri leit að einhverju til að beina bræði sinni að. Í umræðunni um mosku Samfylkingar er sama einkennið áberandi.

Framsóknarflokkurinn er búinn að leysa Davíð Oddsson af sem sameiningarafl Samfylkingar. Vel af sér vikið, framsóknarmenn.

 

 


mbl.is Leitað verður skýringa og sökudólga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB er vandamálið, ekki lausnin

Kjósendur í stærstu og öflugustu ríkjum Evrópusambandsins sameinuðustu í valdþreytu og gáfu atkvæði sitt framboðum gagnrýnum á Evrópusambandið.

Valdþreyta kjósenda gagnvart ESB mun ekki skila sér til Brussel-elítunnar enda hún meira og minna ónæm fyrir kröfum almennings. Á hinn bóginn munu stjórnmálamenn í höfuðborgum ESB-ríkjanna taka mið af niðurstöðum kosninganna enda missa þeir stöðu sína og embætti ef þeir eru úr takti við kjósendur.

Mest lesna frétt vefútgáfu þýska blaðsins Die Welt í morgun var um Sjálfstæðisflokkinn í Bretlandi sem vann stórsigur í Evrópuþingskosningunum. Fyrirsögnin er vísun í orð formannsins, Nigel Farage: Ég vil að Evrópa yfirgefi ESB.

Kjósendur stærstu ríkja Evrópusambandsins eru þegar búnir að yfirgefa ESB. Þar með er lýðræðislegt lögmæti ESB farið.

Niðurstöður Evrópuþingskosninganna 2014 munu ekki ganga af ESB dauðu í einu vetfangi. En kosningarnar staðfesta óumflýjanlegt hnignunarferli Evrópusambandsins.


mbl.is „Pólitískur jarðskjálfti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband