Árni gerir tilboð í atkvæði Pólverja

Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ gerir Pólverjum á svæðinu tilboð: kjósið Sjálfstæðisflokkinn og ég skal útvega ykkur starf með mánaðarlaun upp á 500 til 600 þús. kr.

Atvinnurekendur, sem eiga að fjármagna þetta tilboð bæjarstjórans, eru ekki hrifnir af útspilinu.

Árni er nokkuð duglegur að grafa sína pólitísku gröf. Koma svo, Árni.

 


Rasismi og mannasiðir

Illu heilli haga sumir áhorfendur sér illa á kappleikjum og láta niðrandi ummæli falla um andstæðinginn. Einatt eru dregin fram einhver einkenni á leikmönnum, s.s. hæð, vaxtarlag, hár eða annað, og orð höfð í frammi sem ekki eru prenthæf.

Fyrir all nokkrum árum sagði einstaklingur, sem síðar varð þingmaður, það um leikmann, sem skipt hafði um lið, að greindarvísitalan hafði hækkað í báðum liðum við félagaskiptin. Viðkomandi leikmaður var með það orð á sér að vera ekki gáfur sem þvældust fyrir honum. Ég varð vitni að þessum orðum, sem féllu í KR-stúkunni.

Skortur á mannasiðum áhorfenda nær allt niður í yngri flokka. Þar heyrast glósur um börn sem enginn fullorðinn ætti að láta sér um munn fara.

Ekki er ástæða til að efast um orð Pape Mama­dou Faye, að hann hafi fengi það óþvegið vegna uppruna síns og útlits. Rasismi er það á hinn bóginn ekki heldur landlægur skortur á mannasiðum áhorfenda á kappleikjum.

Það hefði verið rasismi ef Pape hefði ekki fengið að spila vegna uppruna síns. En hann var á vellinum og ábyggilega einhverjir hvítir strákar á bekknum. Pape fékk að njóta hæfileika sinna. Skilgreining á rasisma er að einstaklingar fái ekki að njóta hæfileika sinna vegna upprunans.

 


mbl.is Rasismi vandamál á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efnahagsmál skipta ekki sköpum í pólitíkinni

Víst er þjóðarskútan komin skrið í merkingunni að nærfellt allir hagvísar benda í rétta átt. Hagvöxtur, lítið atvinnuleysi, lækkandi skuldir einkaaðila og lág verðbólga eru í hagspám næstu missera.

Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. ættu á hinn bóginn að hafa hugfast að síðasta ríkisstjórn bjó að þokkalegu orðspori í atvinnu- og efnahagsmálum en galt engu að síður afhroð í þingkosningunum fyrir ári.

Það eru ekki efnahagsmálin sem skipta sköpum í pólitíkinni. Sjálfsmynd þjóðarinnar eftir hrun er meginviðfangsefni stjórnmálanna. Síðasta ríkisstjórn klúðraði því viðfangsefni í Icesave-málinu, í stjórnarskrárumræðunni og með ESB-umsókninni.

Sitjandi ríkisstjórn fær gula spjaldið í sveitarstjórnarkosningunum eftir viku. Ef ríkisstjórnin gyrðir sig ekki í brók fer illa fyrir henni að þrem árum liðnum.


mbl.is Þjóðarskútan sé komin á skrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband