Sjálfstæðismenn hafna Halldóri

Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er með sama stuðning í að verða borgarstjóri og nemur fylgi flokksins - 20%. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur aldrei farið niður fyrir 33 prósent og einatt er það yfir 40 prósent.

Í þúsundavís snúa kjósendur Sjálfstæðisflokksins baki við ESB-sinna, sem núna kallar sig viðræðusinna, og vildi verða borgarstjóri. ESB-sinni er samkvæmt skilgreiningu vanhæfur til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins. Allar skoðanakannanir síðustu ára sýna 80 til 90 prósent ESB-andstöðu kjósenda Sjálfstæðisflokksins.

Vörður gerir ekki annað en að auglýsa megna óánægju almennings með oddvita Sjálfstæðisflokksins með lýsa yfir sérstöku trausti á Halldóri.

 


mbl.is Segir Halldór njóta stuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útgerð, kvóti og byggð

Löngu fyrir daga kvótakerfisins risu og hnigu byggðir hringinn í kringum landið. Bíldudalur og Seyðisfjörður voru einu sinni stórútgerðabæir og Siglufjörður sömuleiðis. Þessi bæjarfélög urðu fyrir þungum búsifjum löngu fyrir daga kvótakerfisins. Með kvótakerfinu efldist Siglufjörður vegna þess að á staðnum voru kraftmiklar útgerðir.

Vestmannaeyjar og Grindavík eru pláss sem eflast í kjölfar kvótakerfisins.

Það er ekki kvótakerfið sem gerir Djúpavogshreppi grikk heldur sú staðreynd að það var ekki heimaútgerð sem átti kvótann. Útgerði sem átt kvótann, Vísir, var ekki til fyrir daga kvótakerfisins - sem sýnir og sannar að kvótakerfið er aðeins umgjörð. Innan þeirrar umgjarðar tapa sumir og aðrir græða, líkt og gerðist fyrir daga kvótakerfisins.

Ef samfélagið í Djúpavogi er jafn sterkt og ræman gefur til kynna þá bjargar það sér. Ef ekki þá skreppur byggðin saman líkt og margar sjávarbyggðir gerðu löngu fyrir daga kvótakerfisins.

 


mbl.is „Við erum ekki að gefast upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan setur Ísland í úrvalsflokk, evran Evrópu í ruslflokk

Stýrivextir íslensku krónunnar eru 6%, verðbólga er lág, um 2,5%, hagvöxtur um 3% og atvinnuleysi óverulegt. Á mælistiku hagfræðinnar er Ísland í úrvalsflokki.

Í evrulandi er nánast núll hagvöxtur, verðhjöðnun, stýrivextir eru núll og stefna í neikvæða vexti og atvinnuleysi er 12% að meðaltali.  Evrópa er í hagfræðilegum ruslflokki - þökk sé evrunni.

Neikvæðir vextir, þ.e. að viðskiptabankar borgi Seðlabanka Evrópu að fyrir að geyma fyrir sig fé, fela í sér að það eru engin fjárfestingatækifæri í Evrópu, segir hagspekingurinn Wolfgang Münchau í Spiegel. Í álfunni ríkir efnahagsleg stöðnun.

Neikvæðir vextir geta haft margvíslegar ófyrirséðar afleiðingar og eru viðbrögð við efnahagspólitísku svartnætti sem evran skapar Evrópu.

 

 

 


mbl.is Óbreyttir stýrivextir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband