Fótósjoppaður ESB-sinni selur ekki

Um alla borg eru stórar ljósmyndir af Halldóri Halldórssyni oddvita Sjálfstæðisflokksins og yfirlýstum ESB-sinna. Eins og algengt er í auglýsingamennsku eru ljósmyndirnar ,,fótósjoppaðar", lagaðar til rafrænt.

Halldór reyndi líka að ,,fótósjoppa" sannfæringu sína - kallar sig núna ,,viðræðusinna."

Könnun í dag sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn er með rétt rúmlega 20 prósent fylgi í höfuðborginni.

Allir sem fylgjast með stjórnmálum vita að ESB-sinnar höfða ekki til kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Trix með ,,fótósjoppi" á menn og málefni duga ekki til selja óseljanlega vöru. 


Icelandair er of stórt félag

Icelandair er of stórt félag í flugsamgöngum Íslands og í ferðaþjónustunni hér á landi. Félagið var í höndum útrásarmanna sem skiluðu skemmdum innviðum eins og viðvarandi deilum hálaunafólks fyrirtækisins.

Eftir því sem erlendum flugfélögum fjölgar sem fljúga hingað til lands eykst samkeppnin og minni þörf verður fyrir Icelandair.

Stundum verða óþurftaverk til þarfa. Yfirvinnubann flugmanna Icelandair tálgar flugfélagið niður og er það til bóta.

 


mbl.is Flybe flýgur allt árið til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingarframboð XD geldur afhroð

ESB-sinni leiðir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Stefnuskrá flokksins er moðsuðuvaðall sem býður upp á ,,kosningu" um flugvöllinn í Vatnsmýri í anda kosningakröfu vinstrimanna og Bennasinna í Sjálfstæðisflokknum um ESB-málið.

Niðurstaðan af samfylkingarvæddu framboði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er algert hrun, aðeins einn af fimm kjósendum vill moðsuðuna.

Höfundur framboðsins í Reykjavík, Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, gerir sig sekan um stærstu pólitísku afglöp í sögu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Að láta sér detta í hug að leiða til valda í höfuðborginni ESB-sinnaðan býkrókrata af Vestfjörðum er fávísara en tali tekur.

Samfylkingarvæddur Sjálfstæðisflokkur ber dauðann í sér.


mbl.is Meirihlutinn með tíu fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband