Klefamenning karla - og kvenna

Hörður Hilmarsson þekkir ,,klefamenningu" karla og kvenna, bæði sem leikmaður í félagsliði og landsliði og knattspyrnuþjálfari liða í karla- og kvennadeild. Hörður skrifar

Ég hef eins og aðrir karl­kyns knatt­spyrnu­menn þurft að sitja und­ir komm­ent­um mis­vit­urra sér­fræðinga á sam­fé­lags­miðlum um nei­kvæða "klefa­menn­ingu" sem á víst að hafa átt sér stað í sam­fé­lagi karla í knatt­spyrnu. Ég sem leikmaður og þjálf­ari í ára­tugi kann­ast ekki við kven­fyr­ir­litn­ingu eða ann­an nega­tív­isma í bún­ings­klef­um karl­manna.

Hins veg­ar upp­lifði ég það sem þjálf­ari kvennaliðs að ynd­is­leg­ar stúlk­ur voru miklu meiri klám­kjaft­ar held­ur en ég hafði kynnst í "stráka­klef­um". Ég tók þessu sem þeirra húm­or og hafði eng­ar áhyggj­ur af, þótt ég roðnaði stund­um.

Það er sem sagt ekki ,,klefamenning" sem útskýrir eitt eða neitt um viðhorf manna til samskipta yfir kynjalandamærin.

En líklega skýrir ,,klefamenning" femínista á spjallrásum ýmislegt um foraðið sem KSÍ situr í pikkfast.

 


mbl.is Hafnar neikvæðri klefamenningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Og ef Hörður vill virkilega roðna, þá á hann að mæta sem fluga á vegg í saumaklúbb hjá virðulegum miðaldra konum.

Þær kunna að klæmast og láta viðkvæma sveina roðna.

Margt má betur fara hjá okkur körlunum, og hlutirnir þokast í rétta átt.

Einu sinni stjórnaði mesta rótin kjafthættinum, karlavinnustaðir eins og setustofa á togara þekkja ótal sögur þar um.

Klíp og káf og önnur áreitni er líka þekkt staðreynd, en eftir stendur, hvaða andskotans aumingjaskapur var að láta þetta yfir sig ganga??

Það þurfti styrk til að mæta búllanum á skólalóðinni, þó það kostaði kjaftshögg og blóðugt nef. 

Að hrekja rótina úr kaffistofunni í sumarvinnunni kostaði líka átök.

Þegar Vanda vitnaði um það sem hún hafði látið yfir sig ganga, þá hugsaði ég með mér, kjarkleysingjar hafa engu breytt, og sem betur fer var Rósa sem neitaði að standa upp, EKKI slíkur kjarkleysingi.

Kúgun og ofbeldi hins sterka hafa fylgt manninum frá örófi alda, en látið undan vegna þess að það er fólk sem hefur neitað að láta kúga sig, risið upp og sagt; Ég á mér draum.

Rógur og níð og vitnun aumingja eftir á hafa hins vegar engu breytt.

Ég hélt að Vanda væri nagli.

Enn hvað ég hafði rangt fyrir mér.

En tækifærisinni er hún.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.10.2021 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband