Sunnudagur, 3. október 2021
Valdafemínismi, Kristrún, Vanda Sig
Nýr þingmaður Samfylkingar og vonarstjarna, Kristrún Frostadóttir, gerði það gott í heimi viðskipta strax á unga aldri. Henni segist svo frá þegar imprað var á því að skjótur frami væri kynferðinu að þakka:
hún [hafi] einnig lent í áreitni þar sem verið var að orða velgengni hennar í vinnu við kynferði. Kristrún greinir frá því að henni hafi liðið eins og aumingja. Ég tók þetta svo mikið inn á mig. Þá rann upp fyrir mér hvað andlegt og líkamlegt ofbeldi getur haft ofboðslega mikil áhrif til lengri tíma.
Karlar hljóta að finna til með Kristrúnu. Þeir hafa aldrei orðið fyrir þeirri ,,áreitni" að frami þeirra í starfi sé skrifaður á feðraveldið og strákamenningu.
Fyrsta konan er orðin formaður KSÍ. Allir fótboltakarlarnir urðu að Vanda Sig.
Vanda formlega tekin við sem formaður KSÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Athugasemdir
Var allt fjaðrafoki kannski til að tryggja að engin karl byði sig fram gegn Vøndu?
Ragnhildur Kolka, 3.10.2021 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.