Icesave-jafntefli skást í stöðunni

Eina vitræna niðurstaðan í Icesave-málinu er að láta lögin frá í ágúst standa. Þar viðurkenna Íslendingar ábyrgð sína en hafa jafnframt í frammi nauðvörn með fyrirvörum á greiðslugetu þjóðarbúsins.

Frá fyrsta degi hefur ríkisstjórnin klúðrað málinu; samningurinn var ömurlegur og aðferðafræðin við að koma samningnum í gegnum þingið verri en ömurleg.

Sé nokkur skynsemisglóra eftir í kolli forystumanna stjórnarinnar láta þeir frumvarpið falla á jöfnu. Stjórnin getur þá sagt við Breta og Hollendinga að því miður verði ekki komist lengra en með ágústlögunum. Hér heima getur stjórnin haldið áfram eftir jafntefli á þingi.


mbl.is Guðbjarti misboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvaða rugl er þetta með að viðurkenna Icsave, hvorki að hluta eða að öllu leyti! Íslenska Ríkið á ekkert að viðurkenna eitt eða neitt!

Ef Ríkssjórnin hefur klúðrað einhverju, getur hún byrjað á að hætta að snobbast út í löndum með hugmyndir um að vera ábyrg, því Ríkið er ekki ábyrgt nema gagnvart greiðslum á Íslandi.

það er ergilegt að svona fádæma heimska sé orðin eins og farsótt á Íslandi, og meðal fólk sem maður skyldi ætla að væru nokkurvegin meðalgreindir...

Óskar Arnórsson, 30.12.2009 kl. 15:33

2 identicon

Ég skora á menn að skoða nýjustu færslu Láru Hönnu og smella á linkinn hennar þar sem Bjarni Benediktsson heldur ræðu á Alþingi 28. nóvember 2008 um ICESAVE.

Eitthvað virðist hafa umpólast í hausnum á honum.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 16:23

3 identicon

Mér er misboðið að embættismaður geti hunsað boð um að mæta fyrir Alþingi

Grímur Kjartanasson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 16:30

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þetta er ekki góð tillaga hjá þér Páll. annaðhvort fella menn eða samþykkja. Hvaðan kemur þér þetta framsóknargen? Ekki hef ég það. Fæddur og uppalinn frammarinn.

Gísli Ingvarsson, 30.12.2009 kl. 17:31

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Svo að það sé á hreinu; bloggari vill að frumvarpið verði fellt og ríkisstjórnin falli með. Í framhaldi myndi ný ríkisstjórn gera nýjan samning. Í blogginu var aftur bent á leið fyrir ríkisstjórnina að gera hið eina rétta, fella núverandi frumvarpi, en sitja áfram.

Páll Vilhjálmsson, 30.12.2009 kl. 17:35

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mér er misboðið að þjófarnir og svikararnir standa í vegi fyrir endurreisn á Íslandi. Þarna standa svikararnir í biðröð við að mótmæla sínum eigin mis-gjörðum. Þeir telja almenningi trú um  að við sleppum við að borga skuldir þjóðarinnar!

Getum við komist mikið lægra?

Eru Íslendingar alheims-heimskingjar upp til hópa? Líklega verð ég að sætta mig við að svo sé, og ég með, eða hvað?

Ég hef jú sjálfstæðan vilja og get barist! Ég ætla að standa með sjálfri mér og minni þjóð og berjast gegn ranglætinu. Ég ætla að byrja á höfuðpaurunum sem eru í bönkunum!

Ég ætla ekki berjast gegn meirihluta ríkisstjórnarinnar sem svo sannarlega er að gera sitt besta til að bjarga okkur frá bankamafíunni. Þjófarnir eru nefnilega í bönkunum en ekki á alþingi. Við verðum að standa með alþingi sem er að berjast við banka-mafíuna. Hleypum ekki banka-svikurunum aftur inn!

Það er komið nóg af þeirra verkum á Íslandi.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.12.2009 kl. 17:46

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ok, þá var það ég sem misskildi þig Páll. Ég hef alltaf haldið að þú værir á móti Icesave og þess vegna skildi ég ég þig vitlaust. Voðalega ertu eitthvað óskýr miðað við að þú titlar þig sem blaðamann!

Óskar Arnórsson, 30.12.2009 kl. 19:44

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Blaðamenn eiga ekki að vera útreiknanlegir Óskar

Finnur Bárðarson, 30.12.2009 kl. 20:25

9 identicon

Svavar Bjarnason.  Er ekki mikið meira en nóg að fletta í kjaftavaðlinum í Steingrími J. fyrir kosningar til að sjá hvernig þetta hyski er?  Bjarni er ekki að brjóta á 70% þjóðarinnar.  Hann skaðar engan með að hafa skipt um skoðun.  Það gerir afturámóti mesta smámenni Íslandssögunnar,  Steingrímur Júdas Sigfússon og aðrir sem koma til með að samþykkja Icesave viðurstyggðar samninginn.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 21:17

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Kanski Finnur. Pistlarnir hafa ekki verið svona. Verið skýrir og greinagóðir hingað til og faktiskt áhugaverðir...

Óskar Arnórsson, 31.12.2009 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband