Pólitísk endurfæðing óskast

Steingrímur J. ætti að nota jólin til að huga að grunngildum, bæði persónulegum og samfélagsins. Ábyrgð, skynsemi og réttlæti segja öll að við eigum að hafna fyrirliggjandi frumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninganna.

Steingrími J. er ekki alls varnað.


mbl.is De Reya svarar Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Steingrímur gengur frjálslega um sannleikann eins og flestir aðrir stjórnmálamenn.  Þetta rennir stoðum undir þá útbreyddu skoðun að stjórnmálamenn eiga ekki að vera ráðherrar.  Þeir eru yfirleitt ekki starfinu vaxnir.  Ég held að Steingrímur sé eitt besta dæmið um það en það er af mörgum öðrum dæmum  að taka, bæði í núverandi ríkisstjórn sem og í mörgum fyrri ríkisstjórnum.

Guðmundur Pétursson, 24.12.2009 kl. 15:11

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Maður á bara ekki orð og afhverju má ekki aflétta leyndinni af þessum gögnum.

Hvar eru "allt uppá borðið" slagorðin núna.

Ef jólahátíðin væri ekki að ganga í garð væri ég enn verri, en ég segi nú bara hvers eigum við saklausir kjósendur VG að gjalda að hafa þennan jólasvein sem formann í þessum annars ágæta stjórnmálaflokki sem hefur fullt af frambærilegu og vel meinandi fólki innan sinna raða.

Datt maðurinn á hausinn einhversstaðar eða er Samfylkingarforystan búinn að skammta honum einhverja ólyfjan sem gerir þennan fyrrum skarpa stjórnmálamann að þessum hortuga ICESAVE Jólasveini sem hann er því miður orðinn.

En gleðilega jólahátíð Páll.

Gunnlaugur I., 24.12.2009 kl. 15:12

3 identicon

Nefið á jarðfræðinginum lögfróða Gosa hlýtur að ná langleiðina til Þistilfjarðar.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 15:18

4 Smámynd: Ægir

Held að Steingrímur sé nær pólitískusjálfsmorði en einhverju öðru, ótrúlegt hvað hann hefur lagt mikið traust á Svavar G í þessu máli.   Afhverju eigum við íslendingar að gefast upp núna þó við séum einir?

Ægir , 24.12.2009 kl. 15:50

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Reyndar finnst mér þessi ábending góð og hófstillt, engin hróp eða köll.

Finnur Bárðarson, 24.12.2009 kl. 17:30

6 Smámynd: Sneglu-Halli

Ætli það yrði hátt risið á yður, herrar mínir, ef þið þyrftuð að bera byrðar Steingríms. Ég held ekki.

Kveðjur af Kili, SH.

Sneglu-Halli, 24.12.2009 kl. 18:34

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvaða byrðar eru það? Að bugta fyrir brezkum og hollenzkum stjórnvöldum? Það eru einmitt við og aðrir skattgreiðendur þessa lands, núverandi og verðandi sem munum bera gríðarlegar byrðar vegna dæmalausrar undirgefni hans við þessa aðila og kjarkleysi.

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.12.2009 kl. 23:18

8 identicon

Einu byrðarnar sem Steingrím Júdasi er vorkunn að bera er galtómur hausinn.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 23:31

9 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þessi ofuráhersla hjá Steingrími að samþykkja nánast hvaða afarkosti sem er, er mjög sérkennileg. Svo þessi hvimleiða árátta hans að halda upplýsingum leyndum og reyna að hafa vit fyrir öðrum. Steingrímur er ekki maður til þess að hafa vit fyrir öðrum. Aðrir eiga að hafa vit fyrir honum.

Hann er ágætur sem gasprari í stjórnarandstöðu, en afleitur sem ráðherra sem þarf að taka skynsamar ákvarðanir.

Guðmundur Pétursson, 24.12.2009 kl. 23:40

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Guðmundur 2 Gunnareson : Steingrímur J[údas] er ekki jarðfræðingur. Hann er BSc í jarðfræði sem gerir hann ekki að jarðfræðingi frekar en Sigríði Laufeyju að guðfræðingi en hún er komin rétt ríflega hálfa leið að því að verða guðfræðingur, sem sagt BA í guðfræði sem gerir hana ekki að guðfræðingi frekar en að BSc prófið hans Steingríms gerir hann ekki að jarðfræðingi.

Þá hlýt ég að taka það sem háðung að kalla Gosann hann Steingrím lögfróðan

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.12.2009 kl. 01:44

11 Smámynd: Sneglu-Halli

Guðmundur, þú sem berð númer að hætti konunga og páfa! Þá hygg ég að Steingrími yrði byrðin léttari ef hausinn væri tómur, sem hann ber á herðunum. Svo mun þó eigi vera. En þungt er þeim bónda niðri fyrir sem tekur við búi er aðrir hafa spillt jafn ógurlega og hér hefur orðið. Lítill vitmaður mun Steingrímur þessi vera, en nokkur vorkunn er honum þó og sæmra væri okkur að hvetja hann til góðra verka fremur en sarga sundur hásinar hans eins og hér er stundað.

Kveðjur af Kili, SH

Sneglu-Halli, 25.12.2009 kl. 02:13

12 identicon

SH mér þikir þú blindur ef þú trúir allri þeiri vitleisu sem útur floksbróðir þinum veltur, en bara svon til gamans spirja hverju var það sem SJS og geri ráð fyrir þinn flokkur sem þú fligir en í blindni lofuðu og þjóðin kok gleipti í síðustu kosningum og svo til gamans hvað hefur þessi sami flokkur staðið við míkið af sínum loforðum hey jú þeir stóðu við að það yrðu ekki fleiri álver vá flott hja´ykkur en núna eru bara fleiri verkefni uppí loft og þeir virðast í samstarfi við Samfilkinguna gera öllum firtækjum erfit með að vera hér og hvað skeður þá, þau fara, marel, CCP, actavis, össur eru þetta fyrirtæki sem við viljum missa úr landi bara vegna þess að þið viljið frekar skattlegja allt í drasl. svo má kanski benda á það að í allri einkavæðingu var farið eftir EB reglum og já það var farið efit EB reglum í kringum allt bánkakerfið og nú ættlum við að reyna að semja við EB um ingaungu og þú kallar þig bónda og þú stiður þetta drasl áfram í blindi mér bíður við heimsku þinni og hversu auðveldlega þú vilt selja allt sem þér er kært til einhvers brusel pakk. Og svo er ein bara stutt spurning handa þér SH var það firri stjórn að kenna að Limans brothers fóru á hausinn og var það Sjálfstæðismenn sem stóðu fyrir undirmáls lánunum í USA og ég seigi það og ég stend við það að það tóku allir stjórnmála flokkar þátt í sukkinu

Jón Heiðar (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 02:57

13 identicon

Páll.  Af hverju segirðu að Steingrímur þurfi að hugsa sig um? Manstu ekki þegar sá sami Steingrímur sagði við alþjóð, í Kastljósi að mig minnir, að VG & félagar ætluðu að gera ALLT SEM Í ÞEIRRA VALDI VÆRI til að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn kæmist NOKKURN TÍMA TIL VALDA Á ÍSLANDI AFTUR?

Ég gerði mér bara alls ekki grein fyrir því þá hversu langt hann var tilbúinn að ganga!!

Erlingur (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband