AGS viðurkennir handrukkun gagnvart Íslandi

Í töluvpósti viðurkennir Flanagan fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) að endurskoðun á málefnum Íslands og lánafyrirgreiðsla er háð lausn Icesave-málsins gagnvart Bretum og Hollendingum. Fyrsta málsgreinin í tölvupósti Flanagans hljómar svona

First, let me say that I know that these negotiations are a very sensitive issue in Iceland, and that bringing them to a conclusion will take some time. This does remain a crucial issue for the review, however, and it will be very difficult to have it forward until there is some agreement between the Icelandic authorities and the U.K. and Dutch.

Flanagan segir nánast útilokað að endurskoðun fari fram nema að fyrir liggi samkomulag milli íslenskra stjórnvalda annars vegar og Breta og Holledinga hins vegar. Og án endurskoðunar verða engin lán veitt.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur borið í bætifláka fyrir AGS, Evrópusambandið og Breta og Hollendinga sem freista þess enn að þvinga Íslendinga til að skrifa upp á nauðungarsamninga. Þegar það liggur fyrir svart á hvítu að AGS er handrukkari gömlu nýlenduveldanna ætti að vera kominn tími til að Jóhanna talaði máli Íslands í deilunni.

 

 

 


mbl.is Icesave-póstar á Wikileaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt, AGS er handrukkari fyrir Breta og Hollendinga.

Handrukkarar verja sinn ímyndaðan rétt með ofbeldi.

Þeim hentar ekki  lög og réttur.

þór (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 00:53

2 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Ekki rétt.  Skjalið sannar þvert á móti hið gagnstæða.  Flanagan margtekur fram að AGS skipti sér ekki af tvíhliða deilum.  Hins vegar var ljóst að endurskoðun sjóðsins gat ekki farið fram nema lausn á deilunni væri fyrirséð, einfaldlega vegna þess að án hennar var skuldastaða Íslands fullkomlega óljós og einnig hékk lánafyrirgreiðsla Norðurlanda á spýtunni.  Sjóðurinn gat ekki lánað Íslandi nema ljóst væri að til kæmi viðbótar þátttaka þriðju aðila, þar sem fjármögnunarþörfin var og er það stór.  (Við fáum lánaðan 12-faldan kvóta okkar hjá AGS.)

Vilhjálmur Þorsteinsson, 7.12.2009 kl. 00:53

3 identicon

Og ofurembættismaðurinn og alfræðingurinn Indriði G. Þorláksson segir ekkert óeðlilegt á ferðinni.  Það verður spennandi að sjá hvað spunatrúðar stjórnarflokkana tekst að kokka í nótt fyrir okkur til að innbyrða í fyrramálið. 

Athyglisverður punktur sem kemur fram á Pressan.is:

"Á vef Wikileaks er sérstaklega vakin athygli á vinnubrögðum Indriða sem háttsetts embættismanns sem fer með eitt alvarlegasta málefni í sögu íslensku þjóðarinnar. Ráðuneytisstjórinn biðji fulltrúa frá AGS um að hafa samband við sig í einkapóstfangi (mac.com) og komist þannig hjá því að færa samskiptin til bókar í rafrænni skjalaskrá stjórnarráðsins. Er bent á að Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri í Alaska og frambjóðandi til varaforseta Bandaríkjanna með John McCain, sæti nú opinberri rannsókn fyrir að hafa notað einkapóst til að fela viðkvæm gögn fyrir opinberum skjalaskrám." 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 00:59

4 identicon

Vilhjálmur, ertu þá að segja að AGS geti ekki lánað okkur ef við ofurskuldsetjum okkur með Icesave?

þór (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 08:55

5 identicon

Vinnubrögðin eru ekki til fyrirmyndar - af hverju þessi leyndarhjúpur? Átti ekki að lofta út úr hinum reykfylltu herbergjum? Nú virðist þvert á móti komið á daginn að leyndarráðuneyti Indriða er fullt af reyk og kjósendur voru blekktir. Enn er þessum austurþýsktmenntaða embættismanni falið að leiða hér yfir almenning og fyrirtæki - skattbyrði sem mun draga enn frekar úr vexti atvinnulífsins. Kaldur gustur að austan  leikur nú um íslenskt samfélag ... hvað er til ráða?

omj (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband