Hrunið bjargaði Íslandi

Hrunið í október 2008 kom ekki degi of seint. Í allra-bestu-veröld hefði hrunið átt að koma sumarið 2006, - en þá tókst íslensku fjármálasnillingunum að ljúga til um að þeir væru vaxnir upp úr krosseignatengslum og hlutabréfablóðskömm. Bankadrengirnir og fylgifé þeirra fékk stuðning stjórnvalda til að blekkja alþjóð.

Útrásin gróf undan dyggðum eins og ábyrgð, ráðdeild og fyrirhyggju. Hugmyndafræði útrásarinnar gegnsýrði samfélagið og sæmilega vænt fólk græðgisvæddist með kúlulánum og öðru peningafyllerí. Þorri almennings var samt sem áður allsgáður.

Ef útrásin hefði gengið í tíu ár í viðbót byggi hér siðvillt óþjóð. Hrunið kom í tæka tíð til að við getum bent á viðrinin sem bera höfuðsök sem víti til varnaðar.

Aldrei aftur græðgisknúin útrás, hvorki fjármálaleg né pólitísk.


mbl.is Boyes: Of mikil áhersla á ál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Nú ertu farinn að skrifa að viti Páll.

Árni Björn Guðjónsson, 6.12.2009 kl. 15:52

2 identicon

Góð færsla!

Viktor (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 15:57

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Góður pistill Páll.

Þráinn Jökull Elísson, 6.12.2009 kl. 18:27

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Mikið til í þessu, en ég leyfi mér að efast um að þorri almennings hafi verið allsgáður.

Hörður Þórðarson, 6.12.2009 kl. 19:01

5 identicon

Góður pistill eins og Páli er von og vísa.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 20:02

6 identicon

Góður pistill.

Valsól (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 21:06

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góður pistill. Þótt tugþúsundir Íslendinga hafi annað hvort ekki getað eða viljað taka þátt í "veislunni" sem Árni Mathiesen mærði vorið 2008 þurfti dálítið marga til að fjórfalda skuldir heimilanna á aðeins þremur árum.

Í góðæri ætti að vera eðlilegra að borga niður skuldir, ekki margfalda þær.

Ómar Ragnarsson, 6.12.2009 kl. 21:50

8 identicon

Þú kannt að koma orðum að þessu þannig að fólk skilji Páll. Frábær pistill. Sumir hafa svo kveðið svo fast að orði að það þurfi þjóðarskipti í landinu. Alla vega þarfnast stór hluti hennar  endurhæfingar við með öllu sem að notum kemur, jafnt pólitíkusar sem útrásar..........Það verður reyndar að finna ásættanlegt orð í stað......víkinga. Þeir upphaflegu hafa á sér frekar jákvæða ímynd þrátt fyrir ýmis voðaverk. Þeir lögðu a.m.k. aldrei allt í rúst heima hjá sér !

Sigurður Ingólfsson (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 22:06

9 Smámynd: Landfari

Þetta er einfaldlega ekki rétt hjá þér Páll að hrunið hafi ekki komið degi of seint. Hrunið kom tveimur árum of seint eins og  þú bendir reyndar réttilega á í næstu setningu. Hélt fyrst að ég væri lesa eitthvað haft eftir Ragnari Reykás. Óskiljanleg hjá reyndum blaðmanni.

Það má hinsvegar með sanni segja að hrunið hefði ekki mátt koma degi seinna. 

Landfari, 6.12.2009 kl. 22:44

10 identicon

Já vel orðað... ég hefði vilja þó að hrunið hefði verið 2006. Ekkert Icesave, ekki gleyma að lang stærstu hlut Icesave (90%?) kom til í byrjun 2008.

Hannes (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 22:46

11 identicon

Jú, Páll, hrunið kom einmitt alltof mörgum dögum of seint. Einsog þú bendir réttilega á, þá hefði það átt að gerast árið 2006. Þá þegar var þetta allt sprungið og það var bara spurning um tíma hvenær allt færi til fjandans.

Bankarnir hefðu átt að hrynja árið 2006. Það hefði bæði sparað gífurlega fjármuni og gert uppbygginguna auðveldari.  Þá hefði til dæmis ekki orðið neitt Icesvave (hófst 2006) og margt fleira mætti tína til. Auk þess hefði ábyrgðin á hruninu orðið mun skýrari og einfaldað uppbygginguna.

Þorfinnur (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband