Og Baugsfylkingin í ríkisstjórn

Samfylkingin var stjórnamálaarmur Baugs og þar með óheflaðasta hluta útrásarinnar. Samfylkingin gætti hagsmuna Baugs á þingi, t.d. með því að stöðva fjölmiðlafrumvarpið, og fékk í staðinn fjármagn frá Baugi og málafylgju í fjölmiðlum samsteypunnar.

Þegar kom að hruni var viðskiptaráðherra Samfylkingar í síðustu ríkisstjórn, Björgvin G. Sigurðsson, kallaður á teppið um miðja nótt hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra Baugs.

Og enn er Samfylkingin í ríkisstjórn og nú í boði Vinstri grænna. Hve lengi?


mbl.is Stærsta svikamál frá stríðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Blöndal

Sæll Páll
Ef við gefum okkur að það sé rétt hjá þér að Baugsmiðlarnir hafi í gegnum tíðina verið hallari undir Samfylkinguna og fengið stuðning á móti í þinginu,
þá er vert að skoða aðeins heildarmyndina.
Hvaða flokkar hafa haft mest ítök í fjölmiðlum alla síðustu öld
og fram þá þennan dag? Ég tel aðeins upp stærstu
fjölmiðla sem hugsanlega hafa áhrif á pólitíska umræðu.

Sjálfstæðisflokkur:
- Morgunblaðið frá stofnun.
- Sjónvarpið (er og hefur alla tíð verið stýrt af fyrrv. Heimdellingum)
- ÍNN sjónvarpsstöð með hreinræktuðu íhaldstrúboði.
- Vefmiðill: mbl.is

Samfylking:
- Stöð 2 (frá 2001)
- Fréttablaðið. (frá 2001)
- Vefmiðill: Visir.is (frá 2001)

Kannanir sýna að fréttastofa Sjónvarpsins (RUV) hefur mest áhorf og traust,
þannig að allt tal um umræðunni hafi verið styrt í eina ákveðna átt í gegnum
Baugsmiðla er bara bull.
Sem blaðamaður áttu að vita betur.



Páll Blöndal, 7.6.2009 kl. 13:20

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

"Samfylkingin gætti hagsmuna Baugs á þingi, t.d. með því að stöðva fjölmiðlafrumvarpið"

Páll, Samfylkingin stöðvaði ekkert, því fjölmiðlalögin voru samþykkt á Alþingi 24. maí 2004 en Ólafur Ragnar neitaði að staðfesta þau. Þegar það gerist ber að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. Það var ekki gert af fullkomnu virðingarleysi þáverandi forsætisráðherra Davíðs Oddsonar við stjórnarskrána - og enginn sagði neitt við því.

Það var því Davíð sjálfur sem kom í veg fyrir að þjóðin fengi að kjósa um fjölmiðlalögin og samþykkja þau eða synja eftir atvikum.

Atli Hermannsson., 7.6.2009 kl. 13:48

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Páll I Blöndal Sigurbjörnsson : Þú ert nú svo gamall sem á grönum má sjá og ættir því að muna eftir því að fyrir mjög löngu síðan skipti Morgunblaðið um gír hvað varðaði fylgispekt við Sjálfstæðisflokkinn. Vissulega voru ritstjórarnir enn með stefnu sem fór að mestu saman við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið og fréttir þess voru ekki litaðar eða ritstýrðar eftir þeirri mælistiku. Fréttamenn Morgunblaðsins hafa um langt skeið verið af ýsmu sauðahúsi hvað stjórnmálaskoðanir viðvíkur. Um langt skeið hefur að því að virðist haft í meirihluta menn af vinstri væng hins stjórnmálalega litrófs sem fréttamenn. Það hefur fréttaflutningur Morgunblaðsins verið litaður af um langt skeið. Það því með ólíkindum að heyra þig tala á þeim nótum sem þú gerir í þessu bloggi nú.
Það hefur verið á það bent að nær allir fjölmiðlar voru í eigu útrásarböðla, Morgunblaðið í eigu Björgólfa og Fréttablaðið, Vísir, Stöð2 og allir þeir fjölmiðlar í eigu geislaBAUGSfeðganna. Þar voru hnífarnir brýndir og fólkið matað til aðdáunar og fylgispektar við útrásarböðlana. Fréttamönnum á ríkisfjölmiðlunum var vorkunn. ÞEir felgdu með í straumnum, enda hefðu þeir misst vinnuna þar, hvert áttu þeir þá að leita til að fá vinnu við fréttamennsku ? Það var bara um útrásarböðla miðla um að ræða. Þá var eins gott að hafa ekki haft sig um of í frammi gegn útrásarböðlunum.

Ætlar þú að telja okkur trú um að Helgi Seljan hinn yngri, Róbert Marshall, dr. Ólína Þorvarðardóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson o.s.frv. séu Heimdellingar ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.6.2009 kl. 14:07

4 identicon

Það er hnútur í maganum á mér. Hann er af tvennu tagi. Annars vegar yfir úrslitum þessa máls og hins vegar yfir örlögum þessa lands að búa við núverandi stjórnvöld

Krímer (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 14:24

5 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Ég ski ekki hvernig þjóðin hafði lyst á að ráða Samspillunguna aftur á þing. SjálfstæðisFLokkurinn endurnýjaðist ekki næjanlega enda var þeim refsað. 

Þetta hlýtur að vera einhverskonar Stokkhólms-syndrom með dash af masókisma.

Axel Pétur Axelsson, 7.6.2009 kl. 14:52

6 identicon

Grein sem birtist eftir mig sjómannadaginn 6.júni 2004 í Morgunblaðinu ,Lýðveldið Ísland og Evrópusambandið þar sem lesa má hvernig undirrritaður horfði yfir sviðið og sá ekkert nema það sem við erum að upplifa í dag í Svikamylluspilinu.

http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=802288

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 15:37

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Barnalegar upphrópanir og illa kveðnar samsæriskenningarvísur.

Brynjar Jóhannsson, 7.6.2009 kl. 16:05

8 identicon

Mikið er gott að vita til þess að það styttist og styttist í að þetta kommahyski og samspillingarpakk hrökklist frá völdum.

magnús steinar (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 16:47

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Það breytist fátt hér. Copy paste jón sullbelgur..

hilmar jónsson, 7.6.2009 kl. 17:06

10 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég vildi óska þess að menn færu út á næstu Videoleigu og tækju myndina Syriana. Þar er fjallað um olíuiðnaðinn. Trúi menn því að viðskiptin séu með þessum hætti vegna hárra verðmæta í Arabalöndum, hví ætti ekki sömu, eða svipuðum brögðum að vera beitt hér....peningur er peningur. Þá vona ég að menn eins og Björn S. Lárusson sem kvarta yfir vænisýki og átti sig á eigin barnaskap.

Haraldur Baldursson, 7.6.2009 kl. 18:04

11 identicon

Hér kemur það sem ég hef fengið. Ég vona að ég sprengi ekki hjá þér pósthólfið með þessu.
Ég áframsendi spurningarnar þínar líka til Kjartans

Krímer (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 18:14

12 Smámynd: Páll Blöndal

Predikarinn, (eða hvað sem þú heitir)
Það sem ég er að segja er að þó svo að þessu blessuðu fjölmiðlalög hefðu náð í gegn hefði það ekki skipt nokkru einasta máli fyrir umræðuna.
Útrásarvíkingarnir voru í öllum flokkum.

Einstaka fréttamenn ráða engu um hvað er tekið fyrir og hvað ekki.
Það eru fréttastjórar og ritstjórar viðkomandi miðla sem ráða.
Þeir eru svo undir sínum yfirboðurum sem geta verið eigendur, útvarpsráð
eða valdhafar ljóst eða leynt.

ERGO: Eigendur fjölmiðla hér skiptu minnstu máli í gullæðinu.

Þegar ástand græðgi ríkir, skiptir engu hver segir hvað.
Öll gagnrýni var púuð niður öllum lykilaðilum þjóðfélagsins.


Páll Blöndal, 7.6.2009 kl. 18:34

13 identicon

Hóst... SjáLfstæðisFLokkurinn þáði hærri styrki frá Baugsveldinu en Samfylgingin... hóst

Menn fljótir að leyma enda miklu meiri rómantík í samsærisofstækinu sem vellur út úr Dabba Kóngi sem skósveinar hans lepja upp líkt og Páll gerir hér og lætur hafa eftir sér.

Allt Samfó, Jóni Ásgeiri og Óla Grís að kenna

Sigmar (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 21:38

14 Smámynd: hilmar  jónsson

Já menn eru fljótir að gleyma Sigmar, það er nokkuð ljóst.

hilmar jónsson, 7.6.2009 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband