Endalausa stríðið í Evrópu rumskar

Fjárkröfum Pólverja á hendur Þjóðverjum vegna innrásarinnar 1. september 1939 er að nokkru leyti svarað með landakröfum Þjóðverja sem imprað hefur verið á, Pólverjum til lítillar skemmtunar.

Eftir stríðslok voru landamæri Póllands færð í austur, á kostnað Þjóðverja. Pólverjar á hinn bóginn töpuðu landi í austri til Úkraínu sem þá var hluti Sovétríkjanna. Um leið og Pólverjar gera fjárkröfu á þá þýsku undirbúa þeir landakröfu á fyrrum pólskt land sem er hluti Úkraínu. Rúmenar og Ungverjar gera einnig tilkall til héraða í Ungverjalandi.

Söguleg breyting landamæra á meginlandi Evrópu er gerð í stríðum og eftirmálum þeirra. Tilefni innrásar Þjóðverja í Pólland 1939 var þýskur minnihluti í Póllandi, sem Versalasamningurinn eftir fyrra stríð 1914-1918 færði Pólverjum.

Gjöf Krútsjoff þáverandi sovétleiðtoga á rússneskum Krímskaga til Úkraínu á sjötta áratugnum bjó í haginn fyrir ósætti til framtíðar. Gjöfin var til marks um bræðraþel Rússa og Úkraínumanna í sovésku ríkjabandalagi.

Í anda sama kærleika fengu Finnar sjálfstæði frá Rússlandi eftir stofnun Sovétríkjanna. Besti vinur barnanna, prestlærlingurinn Stalín, taldi finnsku gjöfina full rausnarlega og tók með vetrarstríðinu tilbaka þau finnsku héruð er næst stóðu Pétursborg.

Kalda stríðið frysti landamæri Evrópu. Á þeim tíma óx úr grasi kynslóð vestrænna valdamanna sem trúði á vald sannfæringar fremur en hervald. Evrópusambandið er þar hákirkjan. Unglingadeild kirkjunnar boðar engin landamæri, no borders.

Í kringum aldamótin var vestrænt sannfæringarvald orðið slíkt að stórfelldur útflutningur hófst til Afganistan, Írak, Líbýu og Sýrlands. Vestræna hákirkjan steytti þar á skeri íslamskrar trúarmenningar.

Ófarir í landi spámannsins kenndu vestrinu enga lexíu. Ímyndin um einn heim vestrænan var of sterk til að standast freistinguna. Krossferð í austurveg var sett á dagskrá.

Úkraínustríðið afhjúpar þá blekkingu að sannfæringarvald trompi hervald. Meintir siðferðilegir yfirburðir mega sín lítils án vopna. Til að nota vopnin þarf hermenn.

Liðlega hundrað ár eru síðan ungir evrópskir karlmenn voru í milljónavís leiddir eins og sláturfé í skotgrafirnar á Flandri. Í framhaldi af þeim óskapaði festu öfgar rætur, fasismi og kommúnisti. Annað stríð hófst sem skildi eftir sig Auschwitz.

Endalausa stríðið í Evrópu rumskar eftir 70 ára svefn. Ráðamenn álfunnar kunna vonandi fótum sínum forráð og hemja stríðslöngunina sem vaknaði með hroka. Til að sefa löngunina þarf raunsæi og hófstillingu.

Við Volgubakka er ekki næg eftirspurn eftir vestrænni menningu. Ekki frekar en í löndum spámannsins. Eitt einkenni þessarar menningar er að þeir sem áður kenndu sig við frið og umburðarlyndi, frjálslyndir vinstrimenn, eru helstu stríðsæsingarmenn vestursins. Þeir vilja bara ekki með nokkru móti fórna eigin blóði, en sem mestu af því slavneska. Það eitt og sér vitnar um úrkynjun.   

 


mbl.is Stríðsskaðabætur frá Þjóðverjum tímabærar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það eru víst ekki miklar líkur á að ráðamenn álfunnar láti "raunsæi og hofstillingu" ráða før nú frekar en endranær. Stríð ganga út á tvennt: land og líf. Stríðið í Ukrainu er engin undantekning. Stríðið í Ukrainu er rétt eins og ønnur stríð sem háð eru í álfunni. Samkvæmt myndbandi frá úkraínskum hermanni sem ég sá er enginn munur á yfirstandandi stríði og því sem háð var fyrir rúmum 100 árum. Menn skríða um skotgrafir hálffullar af vatni og leðju og iðulega eru lík samherja skilin eftir þegar undanhaldið brestur á.  Stríð eru ekki alltaf umflúin, en það er ábyrgðarhluturp að draga þau lengur á langinn en nauðsynlegt er.

En takk Páll, fyrir þennan örfyrirlestur um landakröfur í Evrópu. 

Ragnhildur Kolka, 2.12.2022 kl. 15:49

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er ekki sammála Páli frekar en fyrri daginn, en í þessari grein eru margir góðir punktar. Landamæri hafa því miður oftar verið rituð með blóði, en bleki. Það vita Úkraínumenn og berjast eins og ljón gegn rússneskum her barnamorðingja, nauðgara og þjófa.

Ég held reyndar að eftirspurnin eftir vestrænni menningu sé talsverð við Volgubakka. Það er aðallega á örfáum ferkílómetrum við Kreml þar sem hana er ekki að finna, en vandamálið er að völdin eru í höndunum á nátttröllunum á því pínulitla svæði. Sem telja frelsi og mannréttindi vera algjöra vitleysu.

Umhugsunarvert sem Mularczyk segir, að Pólverjar hafi ekki verið í stöðu til að fara fram á uppgjör við Þýskaland vegna glæpa þeirra í seinni heimsstyrjöldinni. Þá fóru þeir úr öskunni í eldinn, losnuðu við Hitler, en urðu leppríki andlegs bróður hans í stríðsglæpum, Stalín.

Núna er samt mjög erfiður tími til að fara í svona uppgjör, þar sem öll Vesturlönd standa á haus við að reyna að stöðva nýjan Stalín/Hitler, til að koma í veg fyrir að enn meiri stríðsglæpir verði framdir. Sú barátta lendir þungt á Póllandi, vegna flóttamannastraumsins fyrir utan að nýlega lenti loftvarnarflugskeyti á pólsku landi og varð nokkrum að bana.

Mál þetta sýnir samt að mannkynssagan gleymir engu. Guð gleymir engu. Allt er skráð niður og séu málin ekki gerð upp - sárin ekki hreinsuð almennilega - heldur áfram að grafa í þeim. Eftir kannski fimmtíu ár (vonandi fyrr) mun stríðsglæpamaðurinn Pútín vera dauður, en eftirkomendur hans sitja uppi með óuppgerð mál. Annað hvort munu þeir reyna að bæta fyrir þau, eða afneita allri sök og láta gömlu sárin búa til fleiri graftarkýli.

Theódór Norðkvist, 2.12.2022 kl. 18:34

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vil taka fram að með orðalaginu vonandi fyrr en fimmtíu ár, átti ég við að Pútín yrði farinn frá völdum og aðrir myndu sitja uppi með arfleifð hans. Var ekki að óska Pútín dauða, óska engum manni dauða, ekki einu sinni drullusokk eins og honum.

Theódór Norðkvist, 2.12.2022 kl. 18:39

4 Smámynd: Hörður Þormar

Eftir styrjöldina voru landamæri Póllands og Þýskalands færð vestur að ánum Oder-Neisse. Mun landið þar fyrir austan, ásamt mannvirkjum og eignum þeirra milljóna sem þar bjuggu, hafa þótt hæfilegar stríðsskaðabætur til Pólverja.

Það merkilega er að það fólk sem hrakið var þaðan burt, slippt og snautt, var flest afkomendur Slava sem þangað fluttust á áttundu öld og gerðust síðar Þjóðverjar.

Hörður Þormar, 2.12.2022 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband