Kerson og Stalíngrad: uppgjöf eđa gildra?

Syđsta hérađiđ í Úkraínu, sem Rússar hafa á valdi sínu, er Kerson. Ađdrćttir Rússa fara yfir ána Dnípró. Brýr og ferjur eru undir stöđugum eldflauga- og stórskotaliđsárásum úkraínskra hersins. Ţađ er ástćđa brottflutnings borgara frá hérađinu og samnefndri borg.

Án birgđaflutninga yfir Dnípró fellur Kerson. Ţađ yrđi stóráfall fyrir Rússa ađ missa eitt af fjórum nýinnlimuđum héruđum til óvinarins. 

Úkraínumenn hafa dregiđ saman mikiđ herliđ, 30 til 60 ţúsund manns, til ađ hertaka Kerson. Á móti hafa Rússar flutt nýjar herdeildir í hérađiđ, samtímis sem óbreyttir borgarar eru ferjađir austur, yfir til Rússlands.

Tvennt er í stöđunni. Í fyrsta lagi ađ Rússar undirbúi uppgjöf í Kerson. Nýtt herliđ sé til ađ tefja framrás Úkraínuhers og leysa af hólmi bardagaţreytta. Sé ţađ áćtlunin má búast viđ skipulögđu undanhaldi nćstu vikur.

Í öđru lagi gćti áćtlun Rússa veriđ ađ nota Kerson sem tálbeitu fyrir meginher Úkraínu og sigra hann á vígvellinum.

Á ţessu stigi stríđsins eru Úkraínumenn og Rússar međ ólík markmiđ. Úkraínumenn leggja allt kapp á ađ vinna tilbaka sem mest land sem tapast hefur. Landvinningar herđa liđsandann og eru forsenda fyrir áframhaldandi stuđningi frá vesturlöndum. Forgangur Rússa er aftur ađ tortíma úkraínska hernum og ţvinga stjórnina í Kćnugerđi ađ samningaborđinu.

Liđstyrkur andstćđinganna er ókunnur. Í sumar var taliđ ađ Úkraínuher hefđi milli 300 til 500 ţús. menn undir vopnum. Rússneska innrásarliđiđ var taliđ um 200 ţús. Eftir herkvađningu Rússa í september bćtast viđ ađ minnsta kosti 300 ţús. hermenn, mögulega fleiri.

Úkraína er örlátari á blóđ en Rússland. Tölur um fallna í liđi Úkraínu liggja á bilinu 60 til 100 ţús. Fallnir Rússar eru sennilega helmingi fćrri. Til ađ námunda fjölda sćrđra má margfalda tölu fallinna međ ţrem.

Innviđir Úkraínu eru undir stöđugum flugvéla-, dróna- og eldflaugaárásum. Innviđir Rússlands er ađ stćrstum hluta utan vígvallar, mínus Kerch-brúin til Krím. Eyđilegging innviđa torveldar hernađarađgerđir og veldur ómćldum efnahagslegum skađa. Ađ ekki sé talađ um ţjáningar óbreyttra borgara.

Međ yfirtölu á vígvellinum og óskerta innviđi stefnir ótvírćtt í rússneskan sigur. Stríđ, á hinn bóginn, segja bćđi sagan og sérfrćđingar, eru óútreiknanleg. Stríđiđ í gamla Garđaríki er ađeins öđrum ţrćđi slavnesk innansveitarkróníka. Hinum ţrćđinum er ófriđurinn um heimsfrásögn.

Stjórnin er Kćnugarđi stendur fyrir vestrćna heimsfrásögn. Lykilorđin eru Bandaríkin, ESB og Nató. Austan megin víglínu talar Pútín fyrir margpóla heimi.

Í seinna stríđi varđ borgin Stalíngrad táknmynd tveggja heimsfrásagna. Stalíngrad, nú Volgograd, stendur á vesturbakka Volgu. Kerson borg liggur á vesturbakka Dnípró. Baráttan um Kerson mun ekki standa í fáeina daga heldur vikur og mánuđi. Ţegar kurlin í Kerson eru öll komin til grafar verđur ađeins önnur heimsfrásögnin ofan jarđar. 

Eitt einkenni stríđa er ađ ţau byrja í pólitík. Endastöđin er einnig í stjórnmálum. Ţeir sem kunna best hverju sinni ađ lesa tímanna tákn eru líklegastir til afreka. Biden, Johnson/Truss og Stoltenberg fara fyrir vestrćnu frásögninni en Pútín margpóla heimi.

Margur er knár ţótt hann sé smár.

 


mbl.is Saka Úkraínumenn um ađ hafa orđiđ 4 ađ bana
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Tölur eru tölfrćđi. Hvert einasta líf sem tapast, er ekki tölfrćđi heldur mannlegur harmleikur. Ţví segi ég: Enginn vinnur ţetta stríđ, frekar en viđ getum sagt ađ einhvert hafi unniđ heimstyrjaldirnar tvćr.

Birgir Loftsson, 23.10.2022 kl. 00:02

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Ég grćt yfir hvert einasta líf sem tapast í ţessu svokallađa stríđi...ţjóđerni skiptir engu máli. Allt ungir menn sem vita ekki af hverju en ţeir taka ţátt, vegna skyldunnar.......og ţeir deyja. Hver sigrar?

Birgir Loftsson, 23.10.2022 kl. 00:06

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Og ég grćt. Mannlegt líf er einhvers virđi. Ekki satt? Hermenn eru bara ungir menn (óvinir eđa vinveittir) Sem ćttu ađ eiga allt lífiđ framundan, en stríđ bindir endir á ţađ. Stríđ eru náttúruhamfarir í x veldi.

Birgir Loftsson, 23.10.2022 kl. 00:18

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

I řllum borgum Rússlands logar eldur til minningar um hina föllnu. En hvergi er minningin um óhugnađ stríđs jafn sterk og í Volgograd. Yfir öllu gnćfir styttan af Móđur Rússland og ađkoman ađ styttunni er slík ađ aldrei gleymist. Ég hef komiđ tvisvar til Rússland, fyrst á sovéttímanum og svo 2021. Framfarirnar a ţessum tćpum 40 árum eru gríđarlegar og ađ stćrstum hluta stefnu og stjórn Putins ađ ţakka. Jú, ţađ er haldiđ ţétt um taumana en ef viđ skođum hvađ er ađ gerast á Vesturlöndum ţá stefnir allt í átt ađ einrćđi svo ekki sé minnst á fasismans. 

Ţađ sem undrar mig mest er ađ allt tal hérna megin um ađ fjölbreyttni sé naudsynleg, ţá skuli samt stefnt ađ einpóla heimi, ţ.s. allir skulu lúta sömu lögum og reglum. Leyfum Rússum, Asíubúum og Afríku ađ vera eins og ţau eru og reynum ađ bćta okkur sjálf áđur en viđ leggjum heiminn í rúst. . 

Ragnhildur Kolka, 23.10.2022 kl. 10:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband