Ţóra og Ađalsteinn svara ekki í síma

Blađamenn hafa alla helgina reynt ađ ná tali af Ţóru Arnórsdóttur á RÚV og Ađalsteini Kjartanssyni á Stundinni. Tilefniđ er lögregluyfirheyrslur yfir ţeim vegna sakamálarannsóknar á líkamsárás (byrlun) á Pál skipstjóra Steingrímsson, stuldi á síma hans og frekari meingerđir s.s. dreifingu á einkamyndbandi ţar sem hann á vingott viđ konu; kallast stafrćnt kynferđisofbeldi.

Ţóra og Ađalsteinn svara ekki í síma. Áđur voru ţau á flótta undan bođun lögreglu í yfirheyrslu Ţau voru bođuđ um miđjan febrúar, nú eru skötuhjúin á flótta undan fjölmiđlum. Fréttastofa RÚV leikur iđulega ţann leik ađ segja í fréttum si svona, vilji menn ekki tala: fréttastofa hefur árangurslaust reynt ađ ná í XX. 

En ţegar blađamenn komast sjálfir í kast viđ lögin er látiđ gott heita ađ ţeir svari ekki í síma. Máliđ dautt. Ef fjölmiđlar eru fyrst og fremst í ţágu blađamanna sjálfra ćttu ţeir ekki ađ fjármagna útgerđina úr eigin vasa? Eins og stendur sćkja fjölmiđlar ótaldar milljónir, RÚV milljarđa, í sjóđi almennings. Undir ţeim formerkjum ađ starfa í ţágu almannahagsmuna.

Eftir yfirheyrslur fjórmenninga RSK-miđla (auk Ţóru og Ađalsteins eru Ţórđur Snćr og Arnar Ţór á Kjarnanum sakborningar) tekur lögreglan afstöđu til réttarstöđu Páls skipstjóra.

Ef brotin gegn Páli eru sérstaklega alvarleg fćr hann réttargćslumann. Eins og segir í leiđbeiningum ríkissaksóknara:

Ef um kynferđisbrot er ađ rćđa á brotaţoli rétt á ađ fá tilnefndan réttargćslumann viđ rannsókn málsins, ef hann óskar ţess. [...] Ţar ađ auki getur brotaţoli í málum sem varđa önnur ofbeldisbrot og brot gegn frjálsrćđi manna átt rétt á ađ fá tilnefndan réttargćslumann

Fái Páll skipstjóri tilnefndan réttargćslumann fćr hann greiđari ađgang ađ gögnum málsins. ,,Réttargćslumađur getur aflađ upplýsinga fyrir hönd brotaţola um stöđu og međferđ málsins hjá lögreglu og ákćruvaldi."

Tilfallandi athugasemdir halda lesendum upplýstum. Fjölmiđlar ţegja í ţágu blađamanna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband