Fyrst Boris, Selenskí næstur

Bandarískur þingmaður fæddur og fóstraður í Úkraínu, Victoria Spartz, varpar sprengju sem gæti orðið Selenskí forseta hættulegri en allar þær rússnesku. Þingmaðurinn ber sakir á hægri hönd Selenski, Andriy Yermak, um landráð og spillingu.

Í upptalningu í sex liðum ásakar þingmaðurinn Yermak starfsmannastjóra um að leka upplýsingum til Rússa um leynilega aðgerð til að klófesta Wagner-liða, einkaher Rússa, sem nú gerir það gott í Úkraínu; um að klúðra friðarviðræðum fyrir stríð; um að taka ekki mark á viðvörunum um yfirvofandi innrás; um að gefa Rússum Kherson-hérað í Suður-Úkraínu; um að koma í veg fyrir innkaup á nauðsynlegum hergögnum og að hindra rannsókn á spillingu.

Stóralvarlegar ásakanir hver og ein. Einn besti fréttaskýrandi Úkraínustríðsins breytti kynntri dagskrá í gær til að fjalla um málið.

Viðbrögð stjórnarinnar í Kænugarði eru gagnásökun um að Spartz gangi erinda Rússa.

Herskáasti pólitíski stríðsmaðurinn í Úkraínustríðinu, Boris Johnson, féll á sverðið í liðinni viku. Boris les fréttir um gæluyrði til fyrrum ástkonu á meðan rekunum er kastað á pólitískan feril manns sem taldi sig endurfæddan Churchill.

Tímasetningin á ásökunum Spartz er engin tilviljun. Pólitísk veðrabrigði eru í Evrópu og Bandaríkjunum. Úkraína er á undanhaldi í stríðinu sem er orðið óheyrilega kostnaðarsamt fyrir vestrið, mælt í efnahagskreppu og pólitískri úlfúð.

Ef Úkraína tapast líkt og Afganistan, með skilyrðislausri uppgjöf, bætir heimspólitískur ósigur gráu ofan á svart fyrir vesturlönd. Til að minnka skaða vesturlanda verður Úkraína að semja.

Innan tíðar kemur  í ljós hver verða áhrif sprengju Victoriu Spartz. Ef áskanir bandaríska þingmannsins fá hljómgrunn má gefa sér að Selenskí sé stillt upp við vegg: annað hvort semur þú við Rússa, og gefur eftir það land sem til þarf, eða við krefjumst afsagnar ríkisstjórnar þinnar.

Vesturlönd geta ekki si svona gefið Úkraínu upp á bátinn. En þau geta knúið á um stjórnarskipti ef rök standa til að maðkur sé í Kænugarðsmysunni. Ásakanir Spartz gætu orðið þau rök. 

Selenskí-stjórnin er búin að vera um leið og vesturlönd skella í lás með vopn og fjármagn. Sú hætta vofir yfir. Asakanir Spartz, fái þær útbreiðslu, eru stórskotahríð til að velgja Selenskí undir uggum. Ef forsetinn gefur sig ekki, og neitar enn samningum, fær hann á sig pólitíska kjarnorkusprengju.

Áletrun á sprengjuoddinum: Boris var viðvörun, kjáninn þinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta stríð gæti staðið yfir í skelfilega langan tíma eins og sumir halda fram. Selenskí gæti verið við völd lengi og Pútín sömuleiðis, eða í nokkur ár. Þeir eru báðir þrjózkupúkar og má búast við að verði þeir við völd verði seint saminn friður. Þó er aldrei að vita.

Ég býst ekki við að tekið verði mikið mark á Victoriu Spartz, miðað við áherzlur Demókrata í Bandaríkjunum, sem nota þetta sem tromp á hendi, að hatast útí Pútín, og reyna að leiða athyglina frá eigin vandamálum þannig.

En í pólitík er ekkert 100% víst og margt getur gerzt vissulega. Öflin eru mörg sem berjast. En samstaðan gegn Pútín er mikil í vestrinu og samstaðan með Selenskí. Það þýðir að sama hversu öflug Victoria Spartz er verður reynt að þagga niður í henni.

Annars sýnir þessi Úkraínustyrjöld fram á það svart á hvítu að menningin er hrunin, eins og annar spekingur hefur orðað þetta. Reynt er að fela gífurlega skuldasöfnun á Vesturlöndum með þessu stríði og ónýta hagstjórn þar sem femínismi ræður meiru en hefðbundin hagfræði. Peningaprentun á fullu og það eina sem heldur þessu saman er að allar þjóðir nema þær sem eru tengdar Rússum eru skuldsettar saman meira og minna, svo samsæri þagnarinnar er algjört. Þó gengur Kínverjum illa núna vegna Covid-19 þannig að Rússablokkin á ábyggilega í erfiðleikum líka.

Vestrið er einsog hriplekt skip að sökkva. En á meðan ofurríkir leikbrúðumeistarar eins og Bill Gates og George Soros ausa fé inní hriplekar skúturnar er þessi haldið á floti. 

Þetta stríð sýnir ennfremur að allar þessar þjóðir sem rembast við að berjast gegn ímynduðum nazisma eru að þrotum komnar, Rússar þar með og Vesturlönd. Hitler var í raun eðlilegt framhald af nýlendustefnu fyrri tíma og glæsilegum sigrum mannsandans, sem femínistar níða niður og kalla menningu miðaldra og bleiknefjaðra karlmanna, feðraveldið. 

Winston Churchill er hinn eini sanni stríðsglæpamaður, sem varð þess valdandi að mannkynið er að fremja fjöldasjálfsmorð og hefur verið að gera það lengi. 

Þetta stríð sýnir fram á gjörsamlega tapaðan málstað Vesturlanda. Grimmdarverk Rússa og Pútíns eru óverjandi, en á þeim hugmyndaakri er þó hægt að sá einhverjum fræjum nýsköpunar, öfugt við akur femínismans, sem skilur eftir sig sviðna jörð og engan mannfjölda. Pútín hefur það sér til ágætis að hann heldur í einhverjar lífvænlegar hefðir, kristna trú og annað, þar sem það skortir er ekki lífvænlegt, sama hversu mjög þjóðirnar hylla hver aðra í manngæzku og sérgæzku og sjálfhverfu.

Þannig að jafnvel þótt Pútín yrði sigraður, þá er Vestrið ekki beysið eftir sem áður og minnir á Róm sem var hrunið heimsveldi á miðöldum, en tórði að nafninu til.

Ingólfur Sigurðsson, 11.7.2022 kl. 19:45

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hitler var í raun eðlilegt framhald af nýlendustefnu fyrri tíma og glæsilegum sigrum mannsandans...

Er þér alvara?

Pútín hefur það sér til ágætis að hann heldur í einhverjar lífvænlegar hefðir, kristna trú og annað...

Rangt. Sannkristnir eru ofsóttir í Rússlandi. Ég kalla ekki patríarkann rússneska, strengjabrúðu Pútíns, kristinn.

Theódór Norðkvist, 12.7.2022 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband