Uppgjöf kynnt sem björgun

Uppgjöf úkraínska hersins á Asovstal við Maríupól er sálrænt fremur en hernaðarlegt áfall. Borgin var þegar komin í hendur Rússa, stálverksmiðjan í útjaðrinum skipti litlu hernaðarlega en hafði þeim mun meira áróðursgildi.

Skilaboð stjórnarinnar í Kænugarði þartil fyrir skemmstu voru að herinn í Asovstal ætti að berjast til síðasta manns. Goðsagan um 300 Spartverja var heimfærð upp á úkraínsku stálin stinn í hafnarborginni.

Baráttuandi er ómælanlegur þáttur í stríðsrekstri en skiptir höfuðmáli, einkum þegar á bjátar. Og það hallar á úkraínska herinn í Donbass.

Til að bjarga andlitinu er uppgjöfin í Maríupól kynnt sem björgun. Úkraínsku hermennirnir eru fangar Rússa og halda lífi. Það er nokkurs konar björgun. Tvennum sögum fer af ástæðum ,,björgunarinnar." Ein er að úkraínsku hermennirnir hafi ákveðið að forða eigin skinni, þvert á beinar skipanir að berjast til síðasta manns. Í framhaldi kúventi stjórnin í Kænugarði og gaf skipun um að leggja niður vopn.

Uppgjöf blæs ekki baráttuanda í brjóst. Þvert á móti. Er hetjurnar í Asovstal gefast upp gæti einhverjum undir linnulausri stórskotahríð Rússa í Donbass dottið eitthvað svipað í hug.

Donbass er, þrátt fyrir allt, að mestu byggð Rússum. Ýmsum í vesturhluta Úkraínu kann að þykja óþarft að fórna lífi og limum fyrir landssvæði sem aðeins að forminu til er úkraínskt.

Pólitíska atburðarásin tekur mið af síversnandi stöðu á vígvellinum. Bandaríkin og Nató ætla að taka við Svíþjóð og Finnlandi og kalla það sinn sigur og ósigur Rússa. Eftir uppgjöf í Úkraínu þurfa Washington og Brussel líka að bjarga andlitinu.  

 

 

 

 

 


mbl.is Koma síðustu hermönnunum frá Asovstal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Lengst af høfdu Vesturland undirtökin í áróðursstríðinu. Orðalagið "bjørgun" þegar "uppgjøf" á betur við er bara eitt dæmið um hvernig er fjallað um þessi átøk. En þegar 20 ESB ríki opna rublureikning, til að versla gas við Russa, gegn banni ESB má eiginlega segja að það stríð sé líka tapað.

Vestrænir fjølmiðlar hafa svikið neytendur sína með því að éta upp, umhugsunarlaust, áróðurinn og bullið sem flætt hefur frá Zelensky, BBC, NATO og Brussel. Engin tilraun hefur verið gerð til að afla upplýsinga milliliðalaust og engir fréttamenn farið um austur svæðið. Að áætlanir Rússa séu allar í skøtuliki er uppspuni vestrænnar striðsmaskínu enda hafa Rússar aðeins gefið upp að tilgangur aðgerðanna sé að eyða hernaðarmætti Ukrainu og Azov nasistasveitunum. Og það eru þeir að gera. 

Ragnhildur Kolka, 18.5.2022 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband