Hvað gerir Aðalsteinn? Þóra? Þórður Snær?

Átta dómarar í landsrétti og hæstarétti úrskurða að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni eigi að mæta til skýrslutöku til lögreglu sem grunaður í rannsókn á byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans. Níundi dómarinn, eiginkona Loga formanns Samfylkingar, sagði ólögmætt af lögreglu að boða Aðalstein. Sennilega er það pólitískasti úrskurður dómara í lýðveldissögunni.

Auk Aðalsteins eiga Þóra Arnórsdóttir á RÚV og Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum að mæta í skýrslutöku hjá lögreglu sem sakborningar. Ekki er það staðfest en líkur eru á að fyrrum RÚV-arar, Helgi Seljan og Rakel Þorbergsdóttir, séu einnig sakborningar.

Úr herbúðum RSK-miðla (RÚV, Stundarinnar og Kjarnans) heyrist að Aðalsteinn velti fyrir sér að mæta ekki í yfirheyrslu og láta lögregluna sækja sig. Yrði það til að fá myndefni fyrir erlenda fjölmiðla að sýna hvernig komið er fyrir blaðamönnum á Íslandi. 

Til skamms tíma nutu RSK-miðlar tiltrúar hér heima. En þegar það rann upp fyrir almenningi að ekki væri það vel gott fyrir samfélagið að blaðamenn nytu friðhelgi að byrla og stela einkagögnum til að þjóna lund sinni snarminnkaði stuðningurinn.

Glæpaumræðan í kringum netútgáfuna Mannlíf, sem Reynir Trausta stjórnar, faðir og tengdafaðir eigenda Stundarinnar, hjálpaði ekki upp á sakirnar. Fréttir af útúrdópuðum og drukknum blaðamönnum að gera sig gildandi í samfélagsumræðunni eru einar og sér skammarlegar. En að þannig innréttaðir meintir þjónar almennings fái friðhelgi að gera atlögu að lífi og heilsu almennra borgara og stela frá þeim einkagögnum er beinlínis tilræði við sómakært samfélag.

Aðalsteinn á tvo kosti. Í fyrsta lagi að haga sér eins og siðaður maður og gera hreint fyrir sínum dyrum hjá lögreglu. Í öðru lagi að streitast við og telja sig hafinn yfir landslög og almennt siðferði. 

Fyrir þorra manna er valið einfalt. En aðrir eru þannig gerðir að í þá vantar siðferðilega kjölfestu. 


mbl.is Aðalsteinn yfirheyrður eftir frávísun Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Varla var það byrlaranum að þakka að Páll lifið morðtilræðið af.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.3.2022 kl. 07:16

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Stofnuninni RÚV er engin greiði gerður að draga þessar yfirheyrslur á langinn. En kannski kæra sakborningarnír sig kollótta um ordspor. Sitt eða stofnunarinnar. 

Ragnhildur Kolka, 28.3.2022 kl. 07:38

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Og hvað með útvarpsstjórann.!!!

Sættir hann sig við þetta 

fyrrverandi lagavörður og stjóri..????

Eða er embættisfíkninn slík að öllu skal fórnað..???

Sigurður Kristján Hjaltested, 28.3.2022 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband