Vestræn vangá

Hvorki Bandaríkin né Evrópusambandið ætla að verja landamæri Úkraínu, komi til innrásar Rússa. Þýskaland er lykilríki í evrópskri afstöðu. Á þýsku er orð sem lýsir skilningi á stöðu Rússlands andspænis útþenslu Nató eftir lok kalda stríðsins fyrir 30 árum.

,,Russlandverstehen" er orðið, stundum er notað ,,Putin-verstehen". Bæði vísa orðin til Þjóðverja í valdastöðum sem telja Rússa hafa lögmæta ástæðu til að óttast útþenslu Nató síðustu áratugi. Borgarstjórinn í Kænugarði segir Rússlandsskilning svik við Úkraínu. Hver lítur sínum augum á silfrið. 

Eftir að forseti Úkraínu, hliðhollur Rússum, Viktor Janúkóvíts, var hrakinn frá völdum 2014 stóð til að gera landið að Nató-ríki. Þar með væru nær öll landamæraríki Rússlands í vestri í hernaðarbandalagi gegn Rússum. Margur leiðtoginn í þeirri stöðu myndi örvænta um hag sinn og þjóðarinnar af minna tilefni.

Útþensla Nató í Austur-Evrópu hélst í hendur við tilraunir vesturveldanna, með Nató sem verkfæri, að umbreyta miðausturlöndum, þ.e. Írak, Sýrlandi og Líbýu, í ríki með vestrænar leppstjórnir. Hugmyndafræðileg forskrift var bók Francis Fukuyama, Endalok sögunnar. Kenningin var að eftir kalda stríðið yrði heimsbyggðin öll mótuð að vestrænum hætti. Kenningin reyndist röng, sást síðast í sumar í Afganistan þegar bandaríska stórveldið yfirgaf fjallalandið með rófuna á milli lappann eftir 20 ára stríð.

Vestræn vangá, svo notað sé diplómatískt orðalag er hæfir ástandinu, er að halda að vestræn stjórnmálamenning sé útflutningsvara sem biðröð er eftir í þjóðríkjum er ekki njóta hennar. Svo er ekki, eins og dæmin sanna. Hin hliðin á myntinni er sú að ekki er pólitískur vilji á vesturlöndum til að heyja stríð á hugmyndafræðilegum forsendum um vestræna yfirburði. Trump fékk kjör til forseta út á þessa innsýn í amerísku þjóðarsálina. Biden gaf Afganistan upp á bátinn af sömu ástæðu.

Úkraína þarf að finna leið til að lifa með landafræðinni. Líkt og Finnland gerði eftir vetrarstríðið fyrir 80 árum. Önnur lexía er frá Kastró er lærði sambúð við Bandaríkin eftir Kúbudeiluna fyrir 60 árum. Öryggishagsmunir eru stórveldum mikilvægir.

Vestræn vangá síðustu tveggja áratuga er smátt og smátt að fjara út. Raunsæi er betri leiðavísir í alþjóðamálum en hugmyndafræði um vestræna yfirburði.

 


mbl.is Bandaríkjamenn kalla sitt fólk heim frá Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Þetta snýst um auðlindir, völd og peninga. Það er hins vegar ekki hægt að selja almenningi þörfina fyrir stríð á þeim forsendum og því eru uppgefnar ástæður aðrar eins og t.d. lýðræði og mannréttindi.

Helgi Viðar Hilmarsson, 25.1.2022 kl. 16:01

2 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Segjum sem svo Páll, að reykvískur her myndi einn daginn ráðast inn á Seltjarnarnes og hrifsa það til sín með ofbeldi og yfirgangi og svo réttlæta aðgerðina og veru sína á Nesinu í skjóli einhverrar "atkvæðagreiðslu". Myndir þú sem íbúi á Nesinu "bara finna leið til að lifa með landafræðinni"? Fyrir nú utan það að þá fengir þú Dag B. yfir þig 😊

Þetta eru vægast furðuleg skilaboð frá þér sem fullveldis og sjálfstæðissinna. Skiptir þetta nú engu máli fyrir íbúa Úkraínu, eiga þeir ekki rétt á að nýta sér sitt sjálfstæði og fullveldi? Þú ert komin í algera þversögn við sjálfan þig.

Togstreitan í Úkraínu eru í raun barátta á milli lýðræðis og einræðis. Pútín er ekki lýðræðissinni, hefur aldrei verið og mun aldrei verða. Hann er bæði "sovétafurð" og "kaldastríðsafurð". Vinsældir hans fara minnkandi, hann er lafhræddur um að missa völdin, hann veit hvernig fer fyrir flestum einræðisherrum og það er ekki fallegt (Mussolini, Ceausescu, ofl).

Virtur fræðimaður, Anne Applebaum kjarnar málið í nýrri grein í The Atlantic; "The idea of a flourishing, democratic Ukraine right on Russia’s doorstep is, for Putin, personally intolerable."  Pútín mun því halda áfram að traðka og traðka og traðka á hlutum;lýðræðinu, mannréttindum og fleiru, hann er góður í því.  

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 25.1.2022 kl. 22:04

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Gunnar Hólmsteinn.
Þú ert augljóslega enginn aðdáandi lýðræðis.
Krímverjar gripu tækifærið þegar stjórnvöld í Kiev voru í uppnámi og kusu að sameinast Rússlandi.
Þetta var engin skyndihugdetta heldur hefur þetta verið áhugamál þeirra í áratugi.
Þeir gripu einfaldlega tækifærið og afgreiddu málið á lýðræðislegann hátt.

Hlutverk Rússa í þessu máli var að passa að Úkrainustjórn og Úkrainskir Nasistar mundu ekki drepa kjósendur á leið á kjörstað.

Anna Applebaum er ekki virtur fræðimaður .
Hún er hvergi virt nema í herbúðum heiftúðugustu heimsvaldasinnana í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Hún er reyndar heldur ekki fræðimaður heldur áróðursmaskína fyrir fyrrgreindann hóp.
Kjaftæðið í hennii er einfaldlega á engann hátt marktækt.

Átökin í Úkrainu snúast ekki um lýðræði ,enda hefur það litla lýðræði sem var í Úkrainu verið lagt af í dag.
Þetta er heldur ekki neitt persónulegt áhugamál Putins.
Úm 85% Rússa standa að baki honum í þessu máli.
Þar er ekki lengur lýðræði og hefur ekki verið síðan í valdaráninu 2014.
Í hið minnsta hafa tveir stjórnmálaflokkar verið bannaðir þrátt fyrir að vera á engann hátt öfgafullir og ritskoðum í landinu grasserar þannig að fólk getur ekki lengur sagt hug sinn.
Átökin í Úkrainu snúast um að Rússar hafna því að alblóðugt herveldi NATO komi alveg upp að landamærum þeirra.
Þeir krefjast líka að NATO standi við samninga um að það sé ekki viðvarandi herseta í Eystrasaltsríkjunum á friðartímum,samningur sem var svikinn strax eftir að hann var gerður.
Þeir vilja líka að Vesturveldin og NATO standi við loforð sem gefin voru í tenglum við sameiningu Þýsku ríkjanna.
Loforð sem hefur ítrekað verið svikið ,nánast frá byrjun.
Loforðið hljóðai upp á að NATO mundi ekki teygja sig lengra austur.
Úkrainudeilan er en eitt brotið á því loforði og Rússar sætta sig ekki lengur við þennann óheiðarleika.
Er það ekki þannig að við viljum öll að það sé staðið við loforð og samninga sem gerðir ruvið okkur.
Það verður að teljast undarlegur rasismi að halda að það sé sjálfsagt mál að svíkja loforð sem Rússum eru gefin.
Hitler var líka svona.
Hann hélt að Rússar væru hálfmenni (untermenchen) Og það ætti að koma fram við þá eins og dýr af því að þeir væru ekki að fulllu mennskir.

Spennan og ófriðurinn sem nú ríkir í Evrópu er alfarið á ábyrgð NATO ríkjanna.
Í krafti efnahagslegra og hernaðarlegra yfirburða sinna töldu þau sér fært að haga sér eins og þeim sýndist.
Nú hafa aðstæður breyst og NATO hefur hvorki efnahagslega eða hernaðarlega yfirburði í álfunni.
Rússar banka nú kurteislega á dyr NATO og fara fram á að samningar og loforð  séu virt.
Ég held að það sé best að ganga til samninga núna.
Rússar virðast ætla að sætta sig við þá útþenslu sem orðin er á NATO en ekki frekari útþenslu.
Þeir gera einnig kröfur um að það sé ekki safnaðö upp fjölþjóðlegu herliði á landamærum þeirra
Rússum er fúlasta alvara með þetta og það er ekki víst að þeir banki kurteislega næst.
Nú hafa þeir lagt fram beiði um viðræður varðandi tillögur sem þeir hafa sent NATO og Bandaríkjunum.
Ef ekki verður orðið við þessum óskum um viðræður setja þeir aftur fram þessar tillögur sem úrslitakosti.
Við höfum nokkur ár til að bregðast við af skynsemi. 
Því miður virðist ekki vera mikla skynsemi að finna meðal vestrænna stjórnmálamanna ,en það breytist vonandi á komandi árum

Borgþór Jónsson, 26.1.2022 kl. 12:14

4 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Sæll, ert þú að svara fyrir Pál? Ég beindi hlutum til hans, en hann virðist ekki leggja í vana sinn að svara fólki sem leggur fyrir hann spurningar, heldur safna frekar að sér "halelújakórnum".

Bara eitt: Anne Applebaum hefur skrifað margar bækur sem hafa hlotið fjölda verðlauna. Það hefur þú ekki gert og ég stórlega efast um að þú hafi lesið einhverja af hennar bókum, miðað við þau ummæli sem þú fellir um hana hér.

Leyfðu svo Páli að svara mér næst... 

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 26.1.2022 kl. 13:08

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég er reyndar ekki að svara fyrir Pál.
Hann getur væntanlega gert það sjálfur ef hann kærir sig um.
Ég hef bara áhuga á málefninu og hef gaman að því að tjá mig um það.

Mér finnst líka þess virði að reyna að leiðrétta þig í þessum efnum þar sem þú virðist hafa takmarkaða yfirsýn yfir málefniinu.
Hver sála sem nær áttum er mikils virði.
Kannski eru einhverjar aðrar villuráfandi sálir að lesa þetta og ná að finna ljósið.

Ég verð líklega að draga aðeins í land með Önnu Applebaumm af því ég er ekki kunnugur ritverkum hennar.
Mér skilst að þau fjalli að miklu leiri um stjórnarfar í Sovétríkjunum ,einkum á Stalinstímabilinu.
Vonandi hefur hún fjallað um það af meiri sannleiksást en um atburði samtímans.
Ég hef séð nokkuð af greinum sem hún hefur skrifað í gegnum árin og eitthvað af viðtölum.
Það sem segir um samtímastjórnmál er eintóm steypa.
.
"Togstreitan í Úkraínu eru í raun barátta á milli lýðræðis og einræðis. Pútín er ekki lýðræðissinni, hefur aldrei verið og mun aldrei verða. Hann er bæði "sovétafurð" og "kaldastríðsafurð". Vinsældir hans fara minnkandi, hann er lafhræddur um að missa völdin, hann veit hvernig fer fyrir flestum einræðisherrum og það er ekki fallegt (Mussolini, Ceausescu, ofl)."
.
Þesi málsgrein hjá þér er rakleiðis upp úr kokkabókum Önnu.
Ég hef séð hana nokkrum sinnum áður í ýmsum útfærslum.

Ef þú róar þig nú aðeins þá hlýtur þú að sjá að þessi kenning er tóm steypa.
Það er nánast ekkert lýðræði eftir í Úkrainu eftir valdaránið í Úkrainu 2014.
Það var lýðræði fyrir valdaránið ,en eins og alltaf gerist í kjölfar valdaráns þá er lýðræði afnumið að hluta eða alveg.
Í Úkrainu hefur það verið afnumið að miklu leiti.
Fullkomlega eðlilegir stjórnmálaflokkar hafa verið bannaðir og málfrelsi hefur verið gróflega skert.
Fjölmiðlum sem anda út mótmælum gegn stjórnvöldum er umsvifalaust lokað.
Fyrir ekki löngu lokaði Zelensky nokkrum sjónvarps og útvarpsstöðvum sem höfðu andað því út að kannski væri ekki sniðugt fyrir Úkrainskann efnahag að vera í stöðugu stríði við Rússa.
Það væri kannski sniðugt að komast að einhverju samkomulagi við þá.
Þetta gerði hann þrátt fyrir að vera beinlínis kosinn af því að hann sagðist ætla að bæta samskiftin við Rússa og leysa Donbass deiluna
60% úkrainskumælandi Úkrainumanna vilja bæta samskifti við Rússa og 85% rússneskumælandi fólks.
Þá er Donbass svæðið ekki talið með .
Ef það væri talið með væri hlutfallið miklu hærra.

Úkrainumálið hefur orðið til þess að fólk í Rússlandi sem áður var heltekið af því að verða eins og Bandaríkin og hjúfra sig upp að þeim,hefur nú snúið baki við sínum fornu fyrirmyndum og vinum.
Það er varla nokkur maður í Rússlandi sem kærir sig um að feta í fótspor Úkrainu.
Þetta er töluvert rætt innan Rússlands.

Þannig að hin sárfátæka spillta og lýðræðislausa Úkraina er alls ekki eitthvað sem freistar Rússneskrar alþýðu. Þvert á móti.

Nánast öll alþýða Rússlands stendur við bakið á Putin í utanríkismálum.
Þeir sem gagnrýna hann helst eru þeir sem telja að hann láti vesturlönd komast upp með of mikið.
Það eru nánast engir sem telja að hann sé of harður við Vesturlönd.

Greinig Önnu Applebaum á ástandiu er því alger þvæla sem er sett er fram til að þurfa ekki að ræða um hina raunverulegu ástæðu, sem er Rússar eru ekki lengur tilbúnir að hopa fyri NATO í Evrópu.
Og það sem meira er að þeir eru nú orðnir það öflugir hernaðarlega og efnahagslega að þeir geta stoppað þessa framrás.
Og til að gera málið enn verra fyri Önnu þá eru Rússar þegar búnir að stoppa framrás NATO.
Georgía og Úkraina verða aldrei NATO ríki.

Það virðist vera að rofa eitthvað til í höfðinu á leiðtogum sumra NATO ríkja eins og til dæmis leiðtogum Frakklands ,Þýskalands og Ítalíu.
Öll þessi ríki eru nú í sambandi við Rússland.
Þjóðverjar hafa til dæmis bannað vopnaflutninga til Úkrainu í lofthelgi sinni og bannað Eystrasaltssríkjunum að senda vopn sem smíðuð eru í Þýskalandi til Úkrainu.

Blinken var á ferð í vikunni í Frakklandi og reyndi með aðstoð forstjóra CIA að sannfæra Frakka um að það væri yfirvofandi innrás Rússa í Úkrainu.
Frakkar vísuðu þessum gögnum á bug og sögðu að þau væru ekki trúverðug.

Hver stjórnmálamaðurinn á fætur öðrum í Úkrainu stígur nú fram og segir að það séu engin merki um að það sé yfirvofandi innrás í landið.
þar á meðal yfirmaður þjóðaröryggisráðsins og hersins.
.
Það sem nú stendur fyrir dyrum er að semja um brotthvarf NATO herjanna frá Austur Evrópu.
Bandaríkjamenn bölva og hrækja eins og óþægir stáklingar,en innan nokkurra ára munu þessir herir hverfa á brott og aftur kemst á ró í álfunni.
 



 

Borgþór Jónsson, 27.1.2022 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband