Glittir í gamla Ísland

Á síðustu öld var til Alþýðuflokkur sem hataðist við Framsóknarflokkinn, landsbyggðina, bændur og sjávarútveginn. Svona um það bil í þessari röð. Í dag er enginn Alþýðuflokkur en Viðreisn er komin í hlutverkið.

Yngsta skoðanakönnunin fyrir þingkosningar eftir tvær vikur tæpar sýnir vaxandi fylgi Framsóknarflokksins annars vegar og hins vegar Viðreisnar.

Það glittir í gamla Ísland.

Gamlir karlar kætast.


mbl.is Fylgi framboða komið á hreyfingu inn á miðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er þá ekki bara best að kjósa MIÐJU-FLOKKINN?

Jón Þórhallsson, 13.9.2021 kl. 10:44

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er annars merkilegt að Viðreisn skuli vera skilgreind sem miðjuflokkur. Þessi flokkur er lengst til hægri á íslensku stjórnmálarófi. Aðalkosningamálið, evra og aðild að esb ber þess merki. Fátt er kapitíliskra í heiminum en þau samtök, ókjörinna fulltrúa. 

Kannski má segja að Samfylking komist með tærnar þar sem Viðreisn hefur hælanna, sé næst mesti hægriflokkur landsins.

Munur á þessum tveim flokkum er að Samfylking byggir sína tilveru á menntaelítunni, meðan Viðreisn lifir á fjármagnselítunni.

Báðar eru þessar elítur algjörlega úr takti við raunveruleikann og lífi fólks í landinu.

Gunnar Heiðarsson, 13.9.2021 kl. 11:11

3 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Samtök sem draga úr frelsi einstaklinga, setja endalausar hamlandi reglur og eru heimsmeistarar í sukki fyrir sjálft sig á kostnað almennings er með því kommúnískasta sem ég veit um.

Það eru öfugmæli að kalla Viðreisn hægri flokk. Það er enginn hægri flokkur í boði. Það ætla allir sér að leysa vandamálin með hækkun skatta með einum eða öðrum hætti. Stærsta vandamál þjóðarinnar er sukk opinbera geirans og enginn ætlar að gera neitt í því. Stærsta vandamál stjórnmálaflokka eru loftslagsmál þar sem ákveðin tegund af vísindamönnum heldur því fram að það sé hamfarahlýnun í gangi og eru orðin trúarbrögð hjá RUV. Það eru sem betur fer til vísindamenn sem hugsa sjálfstætt og hafa hæfilegar áhyggjur af því að jörðin sé að kólna.

Með því að halda stanslaust á lofti skoðun sem þóknast Ruv en kæfa annað niður þá er hiklaust hægt að kalla þetta falsfréttir.

Kristinn Bjarnason, 14.9.2021 kl. 08:07

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta eru allt kratar á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn líka. Báknið burt hefur breyst í báknið kjurt.

Miðflokkurinn er kannski helst hægriflokkur sem stendur undir nafni.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.9.2021 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband