Kynferðisbrot: 99,7% karla eru saklausir

Sé gert ráð fyrir að karlar fremji öll kynferðisbrot í landinu, þ.m.t. vændisbrot, eru 99,7 prósent karla saklausir af árlegum kynferðisbrotum.

Samkvæmt afbrotaskýrslu lögreglunnar voru framin 658 kynferðisbrot á Íslandi árið 2019. Karlar á Íslandi eru skv. Hagstofunni 189 þúsund. Ef gert er ráð fyrir að einn karl sé um hvert kynferðisbrot er árlegt hlutfall karla sem fremur kynferðisbrot 0,3 prósent.

Ef sama hlutfall karla fremur sama fjölda afbrota í tíu ár fáum við að þrjú prósent karla eru sekir um kynferðisbrot. En það þýðir að 97 prósent karla eru saklausir. Hlutfall saklausra karla er líklega hærra. Konur eru brotamenn í sumum tilfellum, mál eru felld niður og einn karl getur staðið að fleiri en einu afbroti. 

Í öllu falli eru þeir örfáir karlarnir sem eru kynferðisbrotamenn, minna en 0,3 prósent árlega og yfir áratug kannski um tvö prósent. Einstakir síbrotamenn lækka hlutfallið. 

Tölurnar hér að ofan endurspeglast ekki í umræðunni. Þar er talað um að ,,feðraveldið" standi fyrir ,,nauðgunarmenningu" þar sem konur eru svívirtar af karlaher sem nauðgar kvölds og morgna.

Áróður öfgafemínista er ekki í neinum tengslum við veruleikann. Aðeins örlítill minnihluti karlmanna, mældur í prósentubroti árlega, brýtur af sér kynferðislega. Of margir, vissulega, en ekki er þetta breiðfylking í neinum skilningi.

Tjónið er ómælt sem öfgafemínistar valda samfélaginu með fáheyrðum málflutningi. Þar tröllríður drengjaskömm. Ungum piltum er kennd sjálfsfyrirlitning. Í stað þess að byggja upp heilbrigt lífsviðhorf ungra manna er orðræðan að í hverjum strák búi nauðgari. Ekki mannbætandi uppeldi, svo vægt sé til orða tekið.

Tímabært er að öfgunum linni. Löngu tímabært.


mbl.is Þreyttur á „atlögum“ í garð knattspyrnumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Góð samantekt á tölum og með ólíkindum hvert þessi umræða er komin.

Það væri gott ef sambbærilegar tölur væru til um fjölda kvenna sem hafa viðhaft ósæmilega hegðun gagnvart karlmönnum á skemmtistöðum landsins en þær finnast ekki því karlmenn bera virðingu fyrir þessum konum og leggja ekki fram kærur.

Eggert Guðmundsson, 7.9.2021 kl. 11:19

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þessar upplýsingar eru líklega ekki frá Stígamótum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.9.2021 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband