Siða-Sunna og Helgi Seljan: brotafólkið lyftir Jóhannesi

Helgi Seljan fréttamaður RÚV gerði Jóhannes Stefánsson frægan.

Mörgum spurningum er ósvarað um Jóhannes, t.d. hvort hann sé hættur að hringja ölóður í fólk og hóta lífláti, tengslin við suður-afrísku mafíuna, og síðast en ekki síst hvers vegna Jóhannes fattaði ekki fyrr en hann var kominn í bandalag með fyrrum viðskiptafélögum Samherja að óhreint mjöl var í pokahorni útgerðarinnar það syðra.

Ekkert af þessum atriðum mun verða rætt í spjalli Þórhildar Sunnu þingmanns Pírata við Jóhannes. Helgi Seljan hafði aðeins áhuga á Samherjahatri Jóhannesar. Sama gildir um Þórhildi Sunnu.

Þórhildur Sunna og Helgi Seljan eiga það sameiginlegt að vera siðbrjótar. Þórhildur var úrskurðuð brotleg við siðareglur alþingis en Helgi við siðareglur RÚV. 

Siðsemi er hvorki einkenni Pírata né hagsmunahópsins á Efstaleiti. Þórhildur Sunna og Helgi Seljan eru prýðileg dæmi um valdafrekju og yfirgang þar sem tilgangurinn helgar meðalið.  Annað er þingmaður en hitt RÚV-ari. En þau ganga til sömu verka; níða aðra í þágu sjálfsupphafningar.

 


mbl.is Jóhannes ræðir málefni Samherja við Þórhildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fyrst skálda Píratar upp spillingarskandal og svo kalla þau til ÖSE til að gefa órum sínum trúverðugleika.

Ragnhildur Kolka, 26.5.2021 kl. 18:16

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég vildi bæta henni Dóru Björt á þenna lista
Alltaf þegar hún þarf að fela sín embættisverk þá eru fundargerðinar bara trúnaðarstimplaðar eins og mýmörg dæmin sýna t.d.

14 fundur Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs
5. Fram fer kynning á niðurstöðum greiningar Capacent á rekstri Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar. Trúnaðarmál. Bókanir undir þessum lið eru færðar í trúnaðarbók mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs. Kjartan Kjartansson og Friðþjófur Bergmann taka sæti á fundinum undir þessum lið

15 fundur Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs
6. Fram fer trúnaðarmerkt kynning þjónustu- og nýsköpunarsviðs á UTR – Vegferðin framundan. Friðþjófur Bergmann tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Grímur Kjartansson, 26.5.2021 kl. 20:32

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Sorglegt að sjá f.v "blaðamanninn", ef hann var það einu sinni, festast í umbúðunum en ekki innihaldinu.

Svona fer íhaldið með einn og aðra til, öll atriði túlkast í rétta átt.

Staðreyndir og sannleikur skal undan láta, ef umbúðirnar eru ljótar eða annað verra.

Auðvitað mætir svo frú Kolka og gerir í brók eins og ein dæmd flokksystir, allt erlent er drasl og ber ekki að virða eða hlýða á.

Þó bara ef einn flokksbróðir, aftur, ,dæmdur leitar eftir plástri á bágtið, þá má leita til dómsstóls sem dæmir mannréttindi.

Sama platan, sama lagið nema vínýll sem er orðinn ónothæfur vegna ofspilunar.

Næsti takk.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.5.2021 kl. 20:36

4 Smámynd: Björn Birgisson

Það vantar eina setningu í þennan pistil.

"Samherji hefur ekki gert neitt rangt, en allir sem fjalla um Samherja gera það af illum hug."

Er það ekki inntak skoðana þinna á Samherjamálinu?

Björn Birgisson, 26.5.2021 kl. 20:58

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Pólitísk aðför sem ætlar að verða langdregin.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.5.2021 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband