Sóttvarnarríkið og stafræna alþjóðaríkið

Kínaveiran og varnir gegn henni gætu breytt samfélagi okkar til langframa og um leið tekið frá okkur tilveru sem við áður gengum að vísri.

En nei, það er ekki sóttvarnarríkið sem trompar réttarríkið, líkt og norski prófessorinn óttast. Þórólfur sótti verður ekki einræðisherra yfir Íslandi og enginn norskur starfsbróðir hans verður Haraldur farsóttarfagri í gamla ættlandinu. Staðbundnar aðgerðir í smáríkjum eins og Íslandi og Noregi eru aðeins vörn gegn bráðavanda sem gengur yfir. Norræn stjórnmálamenning snýst ekki upp í sóttvarnarfasisma er lifir lengur en Kínaveiran. Ekki er einu sinni ástæða til að hugleiða möguleikann.

Önnur umræða gæti orðið frelsi okkar og mannréttindum skeinuhætt. Í Bandaríkjunum og Bretlandi er ákall um stafrænt veiruvegabréf er veiti handhöfum ferðafrelsi og réttindi í almannarými. Sjálfkrafa felur það í sér að þeir sem ekki eiga veiruvegabréf verða annars flokks borgarar. 

Ákallið um veiruvegabréf kemur frá stóru tæknifyrirtækjum annars vegar og hins vegar frá stjórnvöldum. Uppistandarinn og samfélagsrýnirinn Russel Brand gerir umræðunni skil og hún kemur við sögu í nýjum þætti á Unheard.

Daginn sem Evrópusambandið tekur upp hugmyndina um veiruvegabréfið erum við komin skrefi nær stafræna alþjóðaríkinu. Og það má éta hatt sinn upp á það að fái hugmyndin framgöngu í Bandaríkjunum mun Brussel marka sömu stefnu. Í þeim samanburði er Þórólfur sótti ljósberi einstaklingsfrelsis.

 


mbl.is Segir Noreg sóttvarnaríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Veiruvegabréfið er bein afleiðing af afnámi laga og réttar í sóttvarnaríkinu. Það tryggir því framhaldslíf.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.4.2021 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband