Áfengi, eldsneyti og RÚV

Þegar verð á vöru og þjónustu hækkar á neytandinn þess kost að draga úr neyslunni. Hann getur drukkið minna og gengið meira þegar áfengi og eldsneyti hækka í verði.

En þegar RÚV á í hlut bregðast lögmál framboðs og eftirspurnar og einstaklingurinn er sviptur valfrelsi. 

RÚV hækkar áskriftina um áramótin um 2,5 prósent. Og hvort sem manni líkar betur eða verr þarf að borga skylduáskrift að þessum fjölmiðli fárra vinstrimanna.

Það á að heita að við búum í lýðræðisríki. Í réttnefndu lýðræðisríki er skoðanafrelsi en ekki skylduáskrift að einum fjölmiðli sem fámennur minnihluti stjórnar.


mbl.is Dýrara að drekka, reykja og hlusta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Bjarnason

 RÚV gengur fram af stórum hluta þjóðarinnar alla daga. Það sorglega við þetta er að sjálfstæðisflokkurinn skapaði þetta skrímsli. Að ég skuli neyddur til að styðaja þennann vinstri áróður er vægast sagt óþolandi.

Kristinn Bjarnason, 29.12.2020 kl. 10:46

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að fólk er ósátt með rúv að þá ætti allt kastljósið

að beinast að hinum nýja útvarpsstjóra.

=Að eftir höfðinu dansi limirnir?

-----------------------------------------------------------------------

Það er svo sem ekkert að því að rúv sé vinstra megin í lífinu

og taki upp hanskann fyrir lítilmagnann tengt auknum lífskjara-jöfnuði.

Það er verra ef að rúv er að blása til sóknar með samtökunum 78 alla daga,

t.d. með því að láta pál óskar  syngja á aðfangadagskvöld;

á sama tíma og GUÐ/BIBLÍAN fordæma samkynhneigð.

-------------------------------------------------------------------

Eins og staðan er í dag að þá er ekkert sem að leiðir til framþróunar á rúv.

Jón Þórhallsson, 29.12.2020 kl. 12:59

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Dettur þér í hug Kristinn að Ruv hefði valið nyjan stjóra sem kúvendir yfir á hægri,um leið og hann tekur við..Nei hann væri löngu flúinn. 

Helga Kristjánsdóttir, 29.12.2020 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband