Allt breytist með Brexit, Gulli utanríkis

Brexit felur ekkí í sér smávægilegar breytingar, eins og Gulli utanríkis og starfslið hans vill vera láta, heldur þýðir Brexit uppstokkun á samskiptum Íslands við Evrópuþjóðir. Hvorki meira né minna.

Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu er endalok á samrunaþróun álfunnar. Bretland finnur sér nýja tilveru utan ESB sem verður meginlandsklúbbur, að vísu með eyríkið Írland innanborðs. Að öðru leyti er vestasti hluti Evrópu; Bretland, Færeyjar, Noregur, Ísland og Grænland, raunar landfræðilega Ameríka, utan ESB.

Af Evrópulöndum á Ísland mest viðskipti við Bretland. Að Norðurlöndum frátöldum og samskiptin um menntir og menningu meiri við Bretland en önnur Evrópuríki.

Bretar kom hingað á undan Þjóðverjum í lok miðalda, síðan er talað um ensku öldina í íslenskri sögu. Þá komu Bretar, góðu heilli, á undan Þjóðverjum yfir hafið í upphafi seinni heimsstyrjaldar. Norðmenn og Danir voru ekki jafn lánsamir.

Ísland var á bresku áhrifasvæði frá Napóleonsstríðum að telja þangað til landið færðist undir bandarísk ítök með sérstökum samningi 1941. Á meðan Bretland var í ESB hafði sambandið aðdráttarafl, helst hjá þeim með hvolpavit á utanríkismálum. Án Bretlands í ESB er enginn möguleiki að Ísland gangi í meginlandsklúbbinn.

Bretland mun standa utan EES-samningsins, sem Íslendingar eiga illu heilli aðild að. Samningurinn var gerður fyrir aldamót og hugsaður fyrir þjóðir á leið inn í ESB.

Verkefni næstu ára er að losa Ísland undan EES-samningnum og tryggja hagsmuni okkar með tvíhliða samningum, einkum við Bandaríkin og Bretland, en einnig ESB.

Gulli utanríkis og starfslið hans er heldur værukært á vaktinni ef það heldur að Brexit sé smámál fyrir Íslendinga.


mbl.is Hvað breytist á Íslandi við Brexit?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Mæltu heilastur Páll:

"Verkefni næstu ára er að losa Ísland undan EES-samningnum og tryggja hagsmuni okkar með tvíhliða samningum, einkum við Bandaríkin og Bretland, en einnig ESB.".

Aftur og aftur líkt og Kató forðum, eða alveg þar til þess þurfti ekki lengur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.12.2020 kl. 16:02

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Rétt ágæti höfundur, margt mun breytast við þetta ákvörðun rétt rúmlega meirihluta íbúa UK. 

Gott samt að benda á hvað þessi lýðræðislega niðurstaða eru nú undarlega þegar 96% íbúa Gíbraltar vildu áfram veru í ESB en auðvitað máttu þau ekki við margnum.

Aftur, rétt hjá höfundi, nú munu lífskjör versna enn og sér í lagi fyrir þá íbúa N-Englands sem var lofaðu öllu fögru.

En höfundu er slétt sama, af því er virðist, kotungsháttur er málið hér. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 6.12.2020 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband