Drífa sig að deyja, bara ekki úr COVID-19

Á sama tíma og heimsbyggðin glímir við banvæna farsótt er alþjóðaleg hreyfing að lögleiða dánaraðstoð. Að baki virðist liggja þráhyggja að líf og dauði skuli lúta formlegum lögum og reglum en ekki gangi náttúrunnar.

Menningarhálfvitahátturinn er borinn fram af velmegunarkynslóðum eftirstríðsáranna er sýna sig ginnkeyptar fyrir bábiljum um að líffræðileg kyn séu félagslega skilgreind, að maðurinn stjórni veðurfari á jörðinni og að fjölmenning sé eina sjálfbæra samfélagið.

Nú er hugsanlegt að einhver samfélög þurfi á lögum að halda sem leyfa dánaraðstoð. Áherslan er á hugsanlegt. En það er ekki nokkur einasti möguleiki að Ísland sé þar á meðal, þótt sumir krefjist lagasetningar hér heima, smitaðir af útlendri fávisku.

Sá sem hér skrifar átti móður, föður og tengdaföður er dóu á sjúkrabeði síðustu ár. Í öllum tilvikum var sýnd alúð, nærgætni og fagmennska af heilbrigðisstarfsfólki sem lagði sig fram að halda ástvinum manns hérna megin við eilífðina en veitti líkn þegar lífið fjaraði út.

Dánaraðstoðarsinnar tala um að ,,deyja með reisn." Það getur aldrei verið reisn að deyja á sjúkrabeði. Maður deyr með reisn á vígvelli, við skyldustörf í hamförum eða fórnar lífinu að bjarga öðrum. Á sjúkrabeði veita nábjargirnar ástvinir annars vegar og hins vegar fagfólk. Ást og virðing já, en lög um líf og dauða, - nei. 


mbl.is Nýsjálendingar lögleiða dánaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er eflaust til líf sem að er ekki þess virði að því sé lifað.

Sá sem að vildi deyja þyrfti þá að sjá sjálfur að sækja um slíka umsókn;

og jafnvel að hafa meðmælendur tveggja lækna og jafnvel tveggja aðstandenda.

Jón Þórhallsson, 31.10.2020 kl. 10:09

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Takk fyrir þennan pistil Páll. Að tala um að leyfa fólki að deyja með reisn á sama tíma og milljónum er ýtt fram af bjargbrún fátæktar og hungurs er velmegunarhræsni. Það væri nær að leyfa fólki að lifa með reisn. 

Ragnhildur Kolka, 31.10.2020 kl. 11:08

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það var svolítið óhugnanlegt að lesa viðtalið í morgun við aðstandendur manns sem smitaðist af Covid á Landakoti (vegna þess að spítalinn gætti ekki að sóttvörnum) og lést í kjölfarið. Það sem var óhugnanlegt var hvernig fólkið átti ekki orð til að þakka fyrir meðferðina. Ég veit ekki hvort einhverjum öðrum fannst þetta óhugnanlegt, en mér fannst það. 

Þorsteinn Siglaugsson, 31.10.2020 kl. 11:14

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvenær er heppilegast að deyja;

væri það best ef að allir næðu alltaf 100 ára aldri;

eða myndi það yfir-fylla öll elliheimili?

Jón Þórhallsson, 31.10.2020 kl. 11:24

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Alveg gleymist í þessari umræðu, að þar sem dánaraðstoð er leyfð er það algert skilyrði að það sé ósk hins deyjandi eingöngu, ítrekuð fram á síðustu stund rænu hans, að þurfa ekki að vera haldið lifandi á kvalafullan, niðurlægjandi og langvarandi hátt. 

Oftast er ástæðan sú, öfugt við það sem haldið er fram í upphafi pistils, að það er nútíma ofurtækni til að treina þjáningar og ömurlega lokadaga, vikur eða mánuði, sem hinn deyjandi vill fá að binda enda á. 

Sjálfur þekki ég fleiri en eitt tilfelli þar sem í raun var veitt dánaraðstoð með því að stytta banalegu, sem annars virtist engan endi að taka. 

Ómar Ragnarsson, 31.10.2020 kl. 16:13

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Engu ríki er treystandi. Það sem hljómar skynsamlega í upphafi getur orðið að martröð, þökk sé "framfarsinnum" sem eru sífellt að stækka gluggann.  

Holland hyggst leyfa dánaraðstoð fyrir börn undir 12 ára

Benedikt Halldórsson, 31.10.2020 kl. 17:30

7 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það sem áður nefndist "umræður" er löngu liðin tíð. Það er ekki lengur liðið að almenningur sé "á öndverðum meiði" og hafi sitthvora skoðunina. Það sem kemur frá ráðuneytum er útrætt mál - punktur. Aðeins þarf að kynna málið fyrir fáfróðum almenningi. Og nú fá fjölmiðlar styrk frá ríkinu. 

Benedikt Halldórsson, 31.10.2020 kl. 17:58

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sammála Ómari.

En fannst í alvöru engum öðrum þetta viðtal óhugnanlegt?

Þorsteinn Siglaugsson, 31.10.2020 kl. 21:51

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jú Þorsteinn eins og þú orðar það -þakka fyrir meðferðina.- Fréttamenn geta stundum umorðað annara frásagnir sem eru svör þeirra við spurningum þrúguð í taugaflækju.- En fyrirsögn Páls vakti aulafyndnina í mér svo mikill sannleikur sem rúmast í henni. 

Helga Kristjánsdóttir, 1.11.2020 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband