Rétt umræða en röng ályktun, Sigríður

Félagslegur fórnarkostnaður vegna sóttvarna fer vaxandi, einkum meðal ungs fólks sem þarf samskipti við jafnaldra til að vaxa og dafna. Ómögulegt er aftur að átta sig á hversu alvarlegur vandinn er og djúptækur. Hitt er víst að verulega reynir á fjölskyldur með unglinga.

Efnahagslegur kostnaður er raunverulegur en krónur og aurar blikna í samanburði við lýðheilsu.

Ef ekki væru sóttvarnir gæti þrennt gerst. Í fyrsta lagi ótímabær dauðsföll, ekki vitað hve mörg. Í öðru lagi fleiri langveikir, svo mikið er vitað um afleiðingar Covid-19. Í þriðja lagi kerfishrun heilbrigðisþjónustu.

Engin stjórnvöld geta leyft þessa þríþættu áhættu án þess að reisa við rönd. 

Sigríður Andersen er kjarkaður stjórnmálamaður að synda gegn straumnum. Umræðan brýnir rökin með og á móti. Meginályktunin, sem kemur fram í fyrirsögn, um sjálfbærni, er aftur röng. Sóttvarnir gegn Kínaveirunni þjóna ekki langtímahagsmunum um sjálfbærni. Hér er um að ræða skammtímaráðstöfun í neyð. Um leið og neyðinni léttir, eftir 3, 6 eða 12 mánuði tilheyra sóttvarnir sögunni.

Eitt í lokin. Kínaveiran og sóttvarnir breyta samfélagi okkar. Við vitum bara ekki hvernig.

 


mbl.is Stefna stjórnvalda að opna og loka ekki sjálfbær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Málið snýst ekki um krónur og aura. Málið snýst um heilsu og líf almennings til lengri tíma. Sóttvarnir bjarga ekki aðeins lífi fólks. Þær drepa líka fólk.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.10.2020 kl. 00:54

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

isl irlandEf ekki hefði komið til lélegur ríkisrekstur í að halda veirunni niðri, værum við í góðum málum. Þá væri veiran á niðureið eins og á Írlandi en Ísland er á "sama aldri" ef svo má segja.

Í vor stakk veiran Íra í bakið. Ekki nú.

Benedikt Halldórsson, 31.10.2020 kl. 06:58

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Nýja Sjáland er í sama aldursflokki, 82.1 - 37.9.

Að geta vænst þess að ná áttræðisaldri er vegna góðs heilbrigðiskerfi. En þegar meðaldur er um 36 ár eins og á Íslandi og Írlandi eru eldri borgarar mun færri en víða í Evrópu, þar sem meðalaldur eru miklu hærri. Það er því auðveldara að vernda þá og ná tökum á ástandinu. Það ætti að vera verkefnið. Það þarf að skipta út liði, fá inn fólk sem sér heildarmyndina og þorir að nota eigin greind - en felur sig ekki á bakvið gervigreind.

Benedikt Halldórsson, 31.10.2020 kl. 07:29

4 Smámynd: Hrossabrestur

Ósköp er komið mikið tómahljóð í baukinn hjá aurapúkunum.

kv hrossabrestur

Hrossabrestur, 31.10.2020 kl. 09:05

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Vel mælt Páll.

"Efnahagslegur kostnaður er raunverulegur en krónur og aurar blikna í samanburði við lýðheilsu.

Ef ekki væru sóttvarnir gæti þrennt gerst. Í fyrsta lagi ótímabær dauðsföll, ekki vitað hve mörg. Í öðru lagi fleiri langveikir, svo mikið er vitað um afleiðingar Covid-19. Í þriðja lagi kerfishrun heilbrigðisþjónustu.

Engin stjórnvöld geta leyft þessa þríþættu áhættu án þess að reisa við rönd. ".

Kjarni málsins á mannamáli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.10.2020 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband