Helga Vala og ófædd börn, íslensk og albönsk

Ófætt barn albönsku fjölskyldunnar sem kom ólöglega til Íslands er efst í huga Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingar.

Helga Vala ber kaldari tilfinningar til ófæddra íslenskra barna, eins og fram kom þegar lög um fóstureyðingar voru samþykkt á liðnum vetri og leyft að eyða lífvænlegum fóstrum.

Þá hétu börnin ,,frumuklasar" í máli Helgu Völu og félaga.

Er til tölfræði um ófæddu börnin sem Helga Vala ætti að biðja afsökunar?


mbl.is Bað stjórnvöld um að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Hagnaðardrifnir einstaklingar eru víða á ferð

Halldór Jónsson, 6.11.2019 kl. 19:50

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Held reyndar að Helga Vala hafi ekki sérstaklega miklar áhyggjur af þessu ófædda barni, eða foreldrum þess. Noti frekar þetta tilefni til að koma sjálfri sér í fjölmiðla.

Undanfarna daga hefur þingmaðurinn verið einstaklega duglegur að koma sér á framfæri, vegna flestra mála sem til umræðu hafa komið á netmiðlum. Ljóst að hún notar þá miðla mikið til að fylgjast með þjóðmálunum, lætur raunveruleikann í friði. Þarna fetar hún í fótspor forseta ónefnds leiðtoga sem vissulega er umdeildur.

Þessi framganga þingmannsins vekur vissulega upp þá spurningu hvort til standi formannsskipti í flokk hennar. Í það minnsta heyrist lítið í Loga, svona yfirleitt. Enda best fyrir flokkinn þegar hann þegir, þá eykst fylgið en hrapar jafn skjótt og hann tjáir sig.

Kannski er Helga Vala að máta sig við formannsstöðuna, hvort og þá hvernig fylgið mun sveiflast þegar hún tjáir sig.

Gunnar Heiðarsson, 6.11.2019 kl. 19:55

3 Smámynd: Halldór Jónsson

 Þá hétu börnin ,,frumuklasar" í máli Helgu Völu og félaga.

Krónur og aurar 

Halldór Jónsson, 6.11.2019 kl. 20:15

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Styðjum helgu Völu endilega

Halldór Jónsson, 6.11.2019 kl. 20:15

5 Smámynd: Halldór Jónsson

 Hvervegna koma ólétta konan hingað fyrir mánuði með eins flugvél?

Halldór Jónsson, 6.11.2019 kl. 20:17

6 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ef flokkur Helgu Völu kemst í ríkisstjórn verður H.V. örugglega ráðherra og þá getur maður pakkað niður og farið til Spánar fyrir fullt og fast!!

Sigurður I B Guðmundsson, 6.11.2019 kl. 21:10

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei Sigurður Því trúi ég ekki að þú gerist liðhlaupi-nei ég held þú myndir skipa þér í raðir andspyrnuhreyfingar okkar; pakka pakkinu niður og svoo til Spánar.

Helga Kristjánsdóttir, 7.11.2019 kl. 01:41

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Halldór minn, þú veizt að þetta var líka verzlunargerningur og nánast "hermang" milli þíns flokks Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna: Sjallar keyptu það af Lenínistanum Svandísi að samþykkja stóraukin fósturdráp (jafnvel þótt BB og 7 aðrir þingmenn flokksins hafi á endanum guggnað á því að greiða manndrápslögunum atkvæði sitt, af því að þau sáu, að þjóðin var á móti þessu), og í staðinn studdu Vinstri græn bannsettan orkupakkann, þvert gegn hagsmunum alþýðu og atvinnulífsins (raforkuverð hækkar fyrirsjáanlega 2X til 3X vegna sæstrengsins sem kemur) og þvert gegn eigin umhverfisstefnu! (sbr. vindmyllugarðana fugladrápsskæðu og útsýnisspillandi!). Ennfremur fekk Katrín Jak. það í gegn að hennar nautheimska loftslagstrú er innmúruð í lagasafnið og með framhalds-ofurskattheimtu hennar vegna inn í ríkiskassa þessarar líka vonlausu ríkisstjórnar! frown

Jón Valur Jensson, 7.11.2019 kl. 03:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband