Ísland og stórveldin 4

Fjögur stórveldi láta sig varđa Ísland og norđurslóđir: Bandaríkin, Evrópusambandiđ, Kína og Rússland. Af ţessum fjórum er eitt nýgrćđingur í okkar heimshluta, Kína. Eftir Brexit mun Bretland, sem einu sinni var stórveldi, líklega láta til sín taka en ţá í samstarfi viđ Bandaríkin.

Af stórveldunum eru Bandaríkin okkar nánasti bandamađur. Međ samkomulagi viđ ríkisstjórn Ísland í seinna stríđi reistu Bandaríkin hér herstöđ og sátu hana allt til 2006. Reynslan af hersetunni er sćmileg, telur sá sem ţetta skrifar og ólst upp í Keflavík og tók ţátt í Keflavíkurgöngu til ađ mótmćla hersetunni.

Síđustu áratugi er Ísland í samstarfi viđ Evrópusambandiđ, í gegnum EES-samninginn. Reynslan af ţeim samningi er ekki jákvćđ en ţó ekki alslćm. Vandinn viđ EES er ađ Evrópusambandiđ notar samninginn til ađ seilast til áhrifa í íslensk innanríkismál, nú síđast međ orkupakkanum. Bandaríkin reyndu ekki ađ setja bandarísk lög á Íslandi.

Ísland átti farsćlt samstarf viđ Sovétríkin sálugu, ţótt aldrei kćmi til greina ađ viđ yrđum bandamenn enda kommúnismi og lýđrćđi sitthvađ. Ef Ísland vćri ekki eins og hundur í bandi utanríkisstefnu ESB vćri samstarfiđ viđ Rússland farsćlla en ţađ nú er - međ gagnkvćmum viđskiptaţvingunum vegna deila ESB og Rússlands um yfirráđ í Úkraínu.

Kína reynir í krafti viđskiptaveldis og vaxandi herveldis ađ koma ár sinni fyrir borđ á norđurslóđum. Ísland ćtti ađ eiga eiga vinsamleg samskipti viđ Kína en gjalda varhug viđ ađ láta kínverska hagsmuni koma upp á milli okkar og Bandaríkjamanna. Ţađ verđur ekki bćđi sleppt og haldiđ.

Smáţjóđir eiga ađ hlúa ađ nćsta nágrenni sínu og treysta samstarf viđ ţjóđir á líku reki. Ţar skipta Grćnlendingar, Fćreyingar og Norđmenn mestu máli.

Varnarmálastefna Bandaríkjanna er í endurskođun. Úrsögn Breta úr ESB mun hafa áhrif á norđurslóđir. Fyrirćtlanir Kínverja eru enn óljósar. Ţeir létu dátt viđ Grćnlendinga en var settur stóllinn fyrir dyrnar af Dönum međ atfylgi Bandaríkjanna. Rússar munu líklega vilja halda óbreyttri stöđu á norđurslóđum til ađ geta sinnt meginlandi Evrópu og nágrönnum í Asíu betur.

Ađalatriđiđ fyrir Ísland er dómgreindarlaust fólk ráđi ekki ferđinni í utanríkismálum okkar, líkt og síđustu ár.

 


mbl.is Stórveldin bjóđa Íslandi samninga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bragason

Ef ég man söguna rétt ţá var Nikita Khrushchev fyrrum leiđtogi sovetríkjanna sem var frá Úkraínu sá sem gerđi krímskaga hluta af Úkraínu 1954 en hann hafđi áđur veriđ hluti rússlands frá sautján hundruđ of súrkál og ţar áđur hluti Ottomans veldisins.

Svartahafsfloti rússa er um allan krímskaga međ ađalhöfn viđ Sevastopol.

Svo ekki líklegt ađ rússar láti hann nokkru sinni af hendi amk. ekki međan ESB seilist til áhrifa á svćđinu.

Gísli Bragason, 7.9.2019 kl. 21:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband