Hitler var alþjóðasinni ekki þjóðhyggjumaður

Guðni Th. fer villur vegar þegar hann kennir þriðja ríki Hitlers og félaga við þjóðhyggju. Karlamagnús stofnaði til fyrsta ríkisins í kringum 800, samkvæmt sögukenningu nasista, annað ríkið var stofnað í Frakklandi 1871, já í Versölum, og bæði þessi ríki voru alþjóðasinnuð. 

Ef Hitler hefði verið sannur þjóðhyggjumaður myndi hann hafa smalað Þjóðverjum í eitt ríki og látið þar við sitja. En það var aldrei ætlunin. Þriðja ríkið átta að vera yfir allri Evrópu.

Þjóðhyggja er hófstillt og býr að sínu á meðan alþjóðahyggja Hitlers, Stalíns og ESB er til stöðugra vandræða. Eins og dæmin sanna.


mbl.is Mikilvægt að varast þjóðrembu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

þetta var lelegt hja sjálfum fræðimanninum Guðna forseta Th 

rhansen, 31.8.2019 kl. 20:29

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sagnfræðingurinn að klikka á þessu. Annars er þessi endalausi samanburður á hitler við hvora stefnuna sem er orðin þreytandi og útjöskuð og ekki í neinum takti við samtímann. Menn vilja eftir setja áhersluna á national eða socialim eftir því hverjum spuninn á að þjóna.

Upphafsmaður stefnunnar var Mussolini. Hann ákvað að í stað þess að ríkisvæða iðnaðinn, þá fekk hann iðnaðinn og auðvaldið til að verka með stjórnvöldum og hafa fullt vald á efnahag. Tit for tat. Fyrirtækin gátu haldið próletaríinu í skefjum með hjálp ríkisins og ríkið auðgaðist á samstarfinu á kostnað almúgans.

Fyrsta tákn þessarar stefnu svar hið svokallaða Facie, sem var knippi af kornöxum utan um stöng þar sem stöngin var ríkið og stráin iðnaður og auðvald. Raunar sótt til rómverja til forna.

National í samhenginu var að mestu í merkingu kynstofnsins og ofurmennakenningarinnar. Sósíal höndlaði um sameinaðar þjóðir ekki fólk enda var sósíalismi skynjaður sem andstæða þessa. Þetta var einræðisstefna með leiðtogadýrkun þar sem auðvaldið sá um að halda lýðnum í skefjum og ráða kjörum og fengu svo sín friðindi í staðinn. Eiginlega frítt spil með markaðinn. Auðvaldið stoð vörð um ríkið í skiptum fyrir sjálfræði og kúgun en ekki öfugt.

Engin stefna nú nálgast þetta þótt öll samfélög hafi sitt lítið af hvoru. Það er enginn hreinn kapítalismi til né hreinn sósíalismi. Þjóðir eru bara misjafnlega á rófinu. ESB líkist þó mest modeli Mússólinis, hvort sem menn túlka það jákvætt eða neikvætt. Fjórfrelsið þjónar eingöngu auðvaldinu en ekki litla manninum.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.9.2019 kl. 02:10

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hinn hræðilegi popúlismi sem maxistum hryllir svo við er bara það sama og próletariatismi í rússlandi. Þ.e. Þeir sem töluðu munni verkalýðsins og börðust gegn elítinni (Nómenkladíunni) Eðlilegt að það fari í taugarnar á elitistunum.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.9.2019 kl. 02:14

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég kaupi ekki þessar tilraunir Páls til söguskýringa. Á hvern hátt á keisaraveldið þýzka frá 1870 að hafa verið "alþjóðasinnað"? Ekki var það svo í meira mæli en veldi Habsborgara í Austurríki-Ungverjalandi og hjálendum þeirra, og aldrei settist sólin í brezka heimsveldinu, var það þá svo "alþjóðasinnað" vegna sinnar útþenslustefnu?! -- sem einkenndi öll þessi ríki, minnst þó Austurríki-Ungverjaland, en meira franska heimsveldið og rússneska keisaraveldið, eins og spænska nýlenduveldið áður. En strax á veldistíma Hohenzollern-ættarinnar stóð yfir mikil nýlendustefna þýzka ríkisins í Afríku, þótt seinna væri af stað farið en hjá Bretum og Frökkum. Þetta reyndi Mussolini líka. (Hér má skoða ýmsar nýlendur áðurgreindra stórvelda, sem og annarra ríkja, t.d. þær þýzku, auk þess að bregða ljósi á óvænt samhengi fyrir nútímann: Tíu aflóga nýlenduveldi ráða lögum og lofum í Evrópusambandinu = https://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1250643/ ).

"Alþjóðahyggjan" sýnist mér þó í takmarkaðra mæli í þessum veldum en í rómverska heimsveldinu og jafnvel fleiri slíkum í fornöld. En brezka heimsveldið á Viktoríutímanum og áfram gaf þó mörgum þjóðum visst eigið svigrúm, samt með tregðu veitt og of seint, eins og á Indlandsskaga.

Hvernig þjóðremba og þjóðernisofstæki komi inn í málin er rannsóknarefni fremur en skjótráðinna yfirlýsinga, en án efa juku átök fyrri heimsstyrjaldar þjóðameting og jafnvel þjóðahatur, á báða bóga raunar. En vissulega reru Hitler og Mussolini undir enn meiri þjóðernisrembing og hroka gagnvart öðrum þjóðum, þ.m.t. evrópskum, og með hörmulegustu afleiðingum.

Sú nýlega lenzka hér (einkum hjá lítt menntuðum fjölmiðlamönnum) að líkja flestallri þjóðernisstefnu eða þjóðerniskennd við nazisma eða fasisma er hins vegar illa grunduð og ber vott um litla stjórnmálalega greiningarhæfileika viðkomandi álitsgjafa.

Jón Valur Jensson, 1.9.2019 kl. 04:51

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Úr allri þeirri söguspeki sem hér hefur komið fram vil ég taka þessi orð Jóns Steinars: Fjórfrelsið þjónar eingöngu auðvaldinu en ekki litla manninum. Þau eiga fullkomlega við og geta ekki lýst betur því ástandi sem nú ríkir í Evrópu og jafnvel hér á okkar litla landi. Blekkingin felst í orðinu -frelsi- sem er auðvitað ekkert annað en frívilji til að leggja á sig hlekki. Allir vita að auðurinn safnast bara á fáar hendur á meðan sífellt þrengir að litla manninum. Nú er svo komið að jafnvel þjóðverjar hafa ekki efni á að búa í eigin húsi og jafnaðarmennirnir hjá Reykjavíkurborg hafa unnið hörðum höndum að því að gera borgarbúa að leiguliðum. Enn er þó töggur í Íslendingnum og fólk hér kýs að búa í eigin húsnæði sem tryggir því ákveðið frelsi og öryggi. 

Ragnhildur Kolka, 1.9.2019 kl. 08:38

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Tek undir með Jóni Val. Það að kalla nasismann alþjóðahyggju, eða þá að kalla keisaradæmið alþjóðasinnað, er ákaflega langt seilst í afbökun á hugtökum. Nasisminn grundvallaðist á hugmynd um yfirburði Þjóðverja yfir aðrar þjóðir og yfirburði hins meinta aríska kynstofns yfir aðra kynstofna. Það er ekki alþjóðahyggja þegar ríki valtar yfir önnur ríki með ofstopa. Það er einfaldlega útþenslustefna og á ekkert skylt við alþjóðahyggju.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.9.2019 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband