Börnin í Chimú og New York - og góða fólkið

Guardian segir frá uppgreftri í Chimú á líkum 227 barna sem fórnað til að friðþægja veðurfyrirbrigði er kallast El Ninio. Góða fólkið í Chimú trúði að saklaus börn gætu breytt veðurfari.

Góða fólkið er enn að og teflir nú fram börnum og unglingum í New York, Greta Thunberg í fararbroddi, til að breyta loftslagi jarðarinnar.

Börnum er beitt fyrir bábiljur góða fólksins til að smyrja sakleysi yfir hugmyndafræði sem stenst ekki skoðun. 


mbl.is Thunberg mótmælti við höfuðstöðvar SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Andstyggilegi vísindalygalaupurinn og skáldsaga hans og Grétu.

Helga Kristjánsdóttir, 31.8.2019 kl. 12:40

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Svokallaðar Sameinuðu þjóðir eru galdrahöfuðstöðvar Valda-Baldra og hinna fjölmörgu Konna sem boða heimsendi ef ekki verði komið á "vitrænni" miðstýringu húsbónda síns.

Allir héldu að upplýsingin útilokaði aðrar galdraofsóknir eða Orwelskan heim. Innrásin frá Mars eftir Orson Welles stóð aðeins í einn dag en ekki árum saman eins og Hamfarahlýnun af mannavöldum sem er ekki hryllingsgmynd eftir Alfred Hitchcock.  

Benedikt Halldórsson, 31.8.2019 kl. 13:03

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Af hverju ekki að kalla fyrirbærið sínu rétta nafni; hamfarasóðaskapur?

Kolbrún Hilmars, 31.8.2019 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband