Lögmaðurinn og orkupakkinn

Evrópusambandið skrifar pólitíska stefnu í lög, tilskipanir og reglugerðir. Stefna ESB í orkumálum er að samtengja orkukerfi þjóðríkja. Um þetta ætti ekki að þurfa að deila, gögn frá ESB segja þetta svart á hvítu.

Ef Ísland innleiðir 3. orkupakkann verðum við hluti af orkusambandi ESB, í gegnum EES-samninginn. Fyrsta markmið af fimm er að tengja saman orkunet aðildarríkja.

Skúli Magnússon lögfræðingur skrifar grein um orkupakkann sem hann reynir að selja íslenskum almenningi með þeim rökum að öllu sé óhætt; orkupakkinn þýði ekki sæstrengur. Skúli nefnir ekki einu orði hver tilgangur ESB er með orkusambandi. Ef og þegar kæmi til ágreinings milli íslenskra stjórnvalda og ESB um lagningu sæstrengs yrði tilgangur orkusambandsins miðlægur í túlkun. ESB myndi einfaldlega segja: það stendur svart á hvítu að samtenging orkukerfa er höfuðmarkmið orkusambandsins sem þið eruð hluti af. Séríslensk lögskýring Skúla mætti sín lítils.

Besta leiðin til að koma í veg fyrir að ESB nái tangarhaldi á raforkumálum Íslands er að hafna þriðja orkupakkanum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tek undir hvert orð og mun dreifa þessari færslu á FB.

Ragnhildur Kolka, 16.7.2019 kl. 18:51

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er eina vitið að hafna orkupakka þrjú og segja EES samningnum upp....

Jóhann Elíasson, 16.7.2019 kl. 19:19

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála ykkur öllum þremur og deili þessu nú á Facebók mína, takk.

Jón Valur Jensson, 17.7.2019 kl. 00:59

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   ESB, skemmdarvargar!! Þarf endilega að segja ykkur og endurtaka sí og æ,að við    Þekkjum markmið ykkar með 3 orku pakkanum sem er að ná tangarhaldi á raforkumàlum ìslands.            Skiljið þið ekki að íslensku þjóðinni er nóg boðið. Skrifað með hópi af samherjum þeirra sem her rita ī Fljótsdal.

Helga Kristjánsdóttir, 17.7.2019 kl. 03:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband