Siðir, samfélag og góða fólkið

Siðir halda samfélögum í heilu lagi. Án siða ríkir náttúrulegt ástand sem kallast siðleysi og er almennt ekki talið eftirsóknarvert.

Í viðtengdri frétt segir að íbúar smáríkisins Brúnei séu almennt ánægðir með harðar refsingar gagnvart athæfi sem íbúarnir telja siðlaust s.s. framhjáhald og samkynhneigð.

Góða fólkið á vesturlöndum á erfitt með að sætta sig við siðina í Brúnei. Góða fólkið í dag er í sömu stöðu og evrópskir trúboðar á 19. öld sem töldu sína siðmenningu öllum æðri og lögðu undir sig Afríku til að kenna innfæddum að haga sér. 

Nýlegri dæmi um hvernig hugmyndafræði góða fólksins bætir heiminn er innrás vesturlanda í Írak, afsetning Gadaffi í Líbýu og tilraunar að hrekja Assad úr forsetastól í Sýrlandi. Þegar valið stendur á milli harðstjóra annars vegar og hins vegar óaldar og bræðravíga velur góða fólkið ávallt seinni kostinn og réttlætir hann með hugsjónum. Í kalda stríðinu var þessi hugsjón orðuð svona: betra dauður en rauður.

Heimsmynd góða fólksins er í svarthvítu, samfélög eru ýmist góð eða vond. Heimsmyndin er uppskrift að varanlegu stríðsástandi á meðan ekki ríkir ein trú, einn siður og ein forysta yfir heimsbyggðinni.

Kjarninn í misskilningi góða fólksins er sá að það eru ekki samfélög sem eru góð eða vond, heldur einstaklingar. Samfélög verða til þegar fólk þarf að lifa saman, setja sér reglur. Og það er ekki til ein uppskrift að samfélagi. Góða fólkið er of sjálfhverft til að skilja þessi einföldu sannindi.


mbl.is Að vera grýttur til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Páll!

Eru sáttur við allt hjá Þjóðkirkju íslands

eða myndir þú vilja breyta einhverju á þeirra vettvangi?

Jón Þórhallsson, 7.4.2019 kl. 10:24

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég á erfitt með að sjá hvernig sú siðferðislega afstæðishyggja sem hér er boðuð á að koma heim og saman við þá skynsamlegu íhaldsstefnu sem boðuð er í þarsíðasta pistli.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.4.2019 kl. 11:42

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Það leiddi ekki til góðs þegar Hillary helvísk lét drepa Gaddafi. Sjáið afleiðingarnar núna. Alveg eins og þegar Kanarnir létu drepa kollega minn Saddam Hussein, þann margvverðlaunaða öðling.

Halldór Jónsson, 7.4.2019 kl. 14:11

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú spyrð mig ekki Jón Þórhalls,en samt leifi ég mér að benda á málsgrein Páls; "Kjarninn í misskilningi góða fólksins er sá að það eru ekki samfélög sem eru góð eða vond heldur einstaklingar".....þannig ná þeir vondu alloft að smeygja sér inn í góð trúfélög og góðgerðarfélög hins góða þjóðríkis, komast í lykilstöðu spilla þeim og breyta. Hafa svo endalausan tíma og velvild sterkustu miðla til að mótmæla réttlátum refsingum. 

Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2019 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband