Lífskjör eftir WOW

WOW gerði ferðalög Íslendinga til annarra landa ódýrari. Þá stuðlaði flugfélagið að hagvexti hér á landi með hópflutningum ferðamanna. Um þúsund starfsmenn fengu laun frá WOW og afleidd störf voru enn fleiri.

WOW stóð undir hluta lífskjara okkar. En starfsemi félagsins var ekki sjálfbær, það safnaði skuldum. Niðurgreidd ferðalög til og frá landinu voru í reynd fölsk lífskjör.

Lán í óláni er að WOW hætti starfsemi þegar staða þjóðarbúsins er nokkuð góð, lítið atvinnuleysi, lág verðbólga og hagvöxtur verið traustur.

Lífskjörin munu eitthvað láta á sjá við gjaldþrot WOW. En við höfum sé það svartara, mun svartara.


mbl.is Eignir félagsins hverfi ekki af markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Lífskjörin láta á sjá því lokareikningurinn verður sendur skattgreiðendum.
Einnig þeirra sem aldrei nutu undirboðsfargjalda WOW.  Ekki í fyrsta sinn og örugglega ekki hið síðasta sem bakari er hengdur fyrir smið.

Kolbrún Hilmars, 28.3.2019 kl. 18:09

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Tek undir orð Kolbrúnar.

Fall WOW er þó verst fyrir starfsfólk hins fallna fyrirtækis og hugur manns liggur hjá því.

Gunnar Heiðarsson, 28.3.2019 kl. 19:26

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Tek undir orð ykkar hér að ofan. Var strandaglópur. Wowair svaraði engum, ekki einu sinni starfsfólkinu í flugstöðinni. Eftir sólarhringsbið sá ég fram á að vera áfram í bið. En þá sá ég áhöfnina á leið út í vél. Ég stöðvaði hana og rak raunir mínar og annarra. Þau hlustuðu þolinmóð. Ég var líka með skilaboð frá skota sem var ekki í netsambandi en enginn í Baltimore skildi "skoskuna" hans. Flugfreyja tók við skilaboðunum með bros á vör. Nema hvað, ég komst heim með frábærri áhöfn.

Benedikt Halldórsson, 29.3.2019 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband