Krakkar, loftslag og útlandaferðir

Ef nemendur sem skrópa fyrir loftslagið undir kjörorðinu ,,aðgerðir strax" meina eitthvað með afstöðu sinni ættu þau að harðneita öllum útlandaferðum.

Þotueldsneyti myndar koltvísýring við bruna, veldur gróðurhúsaáhrifum og, samkvæmt kenningunni sem börnin aðhyllast, hækkar lofthitinn í framhaldi.

Ferðalögin ættu að vera innanlands, helst fótgangandi en til vara á reiðhjólum.

Maður á fyrst að gera kröfu á sjálfan sig. Vonandi hafa börnin lært það í uppeldinu.


mbl.is Reyna að múta nemendum með pítsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Svo gætu þeu skoðað þetta.

https://www.youtube.com/watch?v=TCy_UOjEir0&feature=share&fbclid=IwAR070nqngbMqxMm25_E8h-AJlslrTxCi7Pl_7_bbNFaw_9afj78Bh9DNLkw

Haukur Árnason, 18.3.2019 kl. 19:50

2 Smámynd: Hörður Þormar

Börn eiga að temja sér að henda aldrei rusli frá sér, aldrei að setja meira á diskinn sinn en þau geta torgað, aldrei leifa eða henda ætum mat.

Þau eiga að fara vel með fötin sín og ekki metast á um klæðaburð, reyndar ættu börn í skóla að vera í skólabúningi. Ein einföld flík getur í framleiðslu kostað allt að 1000 l af vatni.

Ekki síst eiga börn að læra að sjálfsgagnrýni.

Hörður Þormar, 18.3.2019 kl. 20:57

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Afsprengi foreldra, sem aldrei gera kröfu á sjálfa sig verða aldrei annað en afvegaleiddar frekjudollur, alveg eins og foreldrarnir. Hvað ungur nemur, gamall temur.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 18.3.2019 kl. 22:43

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bíð bara eftir að fleiri aktívistar fari að virkja ungviði landsins í pólitík sinni. Gráðupplagt fyrir No Borders t.d. Hver getur sagt nei við börn? Kannski stjórnmálaflokkarnir geti lika nýtt sér þessa auðlind í næstu kosningum til að brydda málstaðinn smá sympatíu. Það þarf bara að láta krakkana hafa handrit svo allt sé kórétt. Fyrir krakkana skiptir öllu máli að fá frí og fara í bæinn að láta illa og hrópa. Verst að það hættir að vera sport eftir smá stund.

Hræðsla og kvíði fyrir einhverju sem gæti hugsanlega gerst eftir 100-200 ár gæti varað lengur í ungum brjóstum, en það er fórnarkosnaður sem hæfir göfugum málstað.

Dýraverndarsamtök, hvalveiðiandstæðingar, Ísland Palestína og fleiri ættu líka að hugleiða þesskonarliðsauka. Foreldrar eru sljóir að þeim er andskotans sama.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2019 kl. 23:04

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvað veizt þú Páll, nema þessir meðvituðu unglingar dundi ekki við það á sumrin, að gróðursetja tré til mótvægis við utanlandsferðirnar með foreldrunum.

Þessi ummæli kommentaranna lýsa annars fádæma hroka og dómhörku svo jafnvel mér blöskrarcool Ungdómurinn spjarar sig alltaf.  Sama hvað fullorðnum þykir um ábyrgðarleysi og tilætlunarsemi þá hafa bara viðmiðin breytzt frá því við vorum unglingar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.3.2019 kl. 01:07

6 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Er það rétt sem mig grunar, Páll Vilhjálmsson, að þú sért að apa eftir ritdeilu-stíl sem Helgi Hálfdanarson notaði til að vekja athygli?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson eltir þig eins og skugginn og er ALLTAF ósammála þér? Ertu sjálfur að viðhalda þrefinu með athugasemdum frá þínum alter ego? 

Flosi Kristjánsson, 19.3.2019 kl. 01:33

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Flosi, ég skil vel grunsemdir þínar. En þær eru ekki á rökum reistar.

Páll Vilhjálmsson, 19.3.2019 kl. 07:04

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Man eftir þessum greinum Helga. Hrólfur hét hans alter ego ef ég man rétt. Fyrst lá Þorsteinn Gylfason undir grun minnir mig. Helgi hafði húmor.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.3.2019 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband