Gunnar Smári: RÚV er lykillinn að verkó-sósíalisma

Ragnar Þór í VR lítur á mótmæli gulvestunga í Frakklandi sem fyrirmynd að óreiðu á Íslandi er skapi forsendur fyrir verkó-sósíalisma.

Gunnar Smári í Eflingu er sár yfir því að RÚV, áróðursmiðstöð vinstrimanna, skuli ekki draga upp þá mynd af gulvestungum í Frakklandi að þeir séu um það bil að velta Macron forseta úr sessi.

Allt frá búsáhaldabyltinu er stuðningur RÚV forsenda fyrir árangri aðgerðasinna að valda ófriði og veita jaðarfólki miðlæga stöðu í opinberri umræðu.

Vinstrimenn eru vanir því að RÚV plægi jörðina með falsfréttum, aðgerðahópar með tilstyrk samfélagsmiðla skaffa frækornin, ,,netið logar", og aftur kemur RÚV til hjálpar, blæs eldi i glæðurnar með úrvali vinstrifrétta. Loks þegar kemur að uppskerunni, mótmælum á Austurvelli, er RÚV mætt með beina útsendingu. Þetta er þaulprófuð Efstaleitisuppskrift að þjóðfélagsólgu sem opnar sviðið fyrir vanmenni af vinstri vængnum.

Gunnar Smári telur RÚV bregðast skyldum sínum við vinstrimenn með því að sýna ekki gulvestunga í Frakklandi í dýrðarljóma. Þeir eru fyrirmyndin að næstu atlögu aðgerðarsinna á Fróni.

RÚV reynir þó að standa vaktina og velja fréttir í þágu vinstrihagsmuna. Til dæmis sagði RÚV aldrei frá því að sjálfsskipaður byltingarleiðtogi og formaður Sósíalistaflokks Íslands var til skamms tíma hluti auðstéttarinnar og seldi einbýlishúsið á litlar 125 milljónir króna.


mbl.is Verkalýðsfélög stýra ekki landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gunnar Smári er snillingur í að koma ár sinni fyrir borð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.2.2019 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband