Brexit klýfur stærstu stjórnmálaflokka Bretlands

Óbreyttir þingmenn hóta formanni breska Verkamannaflokksins úrsögn ef hann styður tillögu um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn Bretlands úr ESB, Brexit. Aðstoðarráðherrar hóta May forsætisráðherra og formanni Íhaldsflokksins uppreisn ef hún lofar ekki að semja um úrsögn.

Stærstu stjórnmálaflokkar Bretlands eru klofnir í herðar niður vegna lýðræðislegrar niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um að bresku þjóðinni sé betur borgið utan ESB en innan.

Fram að Brexit var fyrirmyndarríki lýðræðisstjórnmála í Evrópu. Það orðspor er að engu orðið. Hvernig sem fer fyrir Brexit, og breskum stjórnmálum almennt, er deginum ljósara að Evrópusambandið og lýðræðið eru andstæður.


mbl.is May: Tölum um Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Þýski stjórnmálamaðurinn og sósíaldemókratinn, Helmut Schmidt, var lítt hrifinn af þjóðaratkvæðagreiðslum. Margir þýskir stjórnmálamenn eru sama sinnis. "Brennt barn forðast eldinn".

Var þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit gæfuspor? Ég efast um það.

Hörður Þormar, 18.1.2019 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband