Einkalífið er söluvara

Söfnun upplýsinga um hegðun fólks á netinu er arðbær. Í einkalífinu kemur fram hegðun sem hægt er að lesa í og meta hvort viðkomandi sé líklegur að kaupa bækur, snyrtivörur, bíla, flugfar og svo framvegis.

Netsporið upplýsir einnig um pólitískar hneigðir og hvaða samfélagsmálefni notandanum eru hugstæð.

Allt þetta má nota til að selja vörur, þjónustu og pólitík. Í staðinn fyrir glatað einkalíf fær einstaklingurinn ógrynni tilboða um lífsgæði. Er nokkur ástæða til að kvarta?


mbl.is „Þú missir stjórn á öllu sem þú deilir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Söluvaran kemur frá einstaklingunum sjálfum. Hafi þeir það skítt fæst fjárhagsleg aðstoð, standi þeir uppúr á einhverju sviði fá þeir ókeypis auglýsingu.  Meðalmaðurinn selst ekki.

Kolbrún Hilmars, 28.12.2018 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband