Gott fólk og vont

Aðalábyrgðarmaður braggamálsins, Dagur B. borgarstjóri, tilheyrir góða fólkinu og er sem slíkur undanþeginn vondri umræðu, skrifar samflokksmaður Dags og forveri í embætti borgarstjóra, Jón Gnarr.

Góða fólkið er ekki spillt, er vörn Jóns, heldur er kerfið ónýtt.

Sérstaklega misbýður fyrrverandi borgarstjóra að fulltrúi vonda fólksins, Vigdís Hauksdóttir, skuli fá ,,fyrirsögn" á Ríkisútvarpi vinstrimanna. Jón spyr með þjósti: ,,Hver er eig­in­lega í al­vöru að pæla í því hvað henni finnst?"

Góða fólkið gerir ekkert rangt og vonda fólkið á ekki að komast að í fjölmiðlum, er uppskrift Jóns Gnarr að heilbrigðum stjórnmálum. Jón hefur áður gefið yfirlýsingu hvar góða fólkið eigi heima: í Samfylkingunni.


mbl.is Sakar Jón Gnarr um kvenfyrirlitningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Merkilegt hvað hugtakið ÁBYRGÐ tekur miklum breytingum eftir við hvern það á.

Ragnhildur Kolka, 24.12.2018 kl. 16:00

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gleðileg jól Páll og þakka þér fyrir ómælda gleði/ögrun sem þú hefur veitt okkur á árinu.ð

Ragnhildur Kolka, 24.12.2018 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband