Skáldaðar staðreyndir, þöggunin um Líf í Klaustri

Þýski blaðamaðurinn Claas Relotius skáldaði tilsvör viðmælenda og bjó til staðreyndir sem féllu að viðteknum hugmyndin um sannindi. Hann fékk verðlaun. 

RÚV og Stundin skálduðu burt viðveru Lífar Magneudóttur borgarfulltrúa Vinstri grænna og Gunn­laug­s Braga Björns­sonar frá Viðreisn kvöldið sem hægriþingmenn voru hleraðir á Klaustri. Viðtekin sannindi eru að vinstrimenn viðhafi ekki dónatal og því þótti við hæfi að strika út viðveru Lífar og Gunnlaugs. Sennilega fá hvorki RÚV né Stundin verðlaun en Bára hljóðmaður gæti hreppt þau.

Nákvæm rannsókn fer fram á fréttum Claas Relotius í Spiegel og á öðrum fjölmiðlum sem birt hafa efni hans. Engin rannsókn verður gerð á skáldaðri fjarveru Lífar og Gunnlaugs á Klaustri.

Einkunnarorð Spiegel eru ,,segðu það sem er." Slagorð RÚV-Stundarinnar er ,,segðu það sem þjónar vinstripólitík." 


mbl.is Rekinn fyrir að búa til fréttirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Slagorð vinstrimanna við hverju ágreiningsmáli er að svona er ekki gert í nágrannalöndunum. Nú hafa þeir tækifæri til að gera eins og grannarnir, en þá leysa þeir málið með að höfuðskúrkurinn er fenginn til að rannsaka sjálfan sig. Rétt eins og Líf og Gunnlaugur eru sveipuð hulinshjálmi þegar gripin í geyminu.

Og þá spyr enginn hvernig nágrannar taka á svipuðum málum.

Ragnhildur Kolka, 22.12.2018 kl. 11:37

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú gleymir Kjarnanum og DV. Ertu nokkuð í blaðamannafélaginu Páll? Ef svo er þá ertu að brjóta allar siðareglur blaðamanna með svona skrifum.  Öfugt við þessa miðla sem þú svertir hvað mest þá eru þeir ekki að sinna PR stunti fyrir Miðflokkinn eins og þú og fleiri.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.12.2018 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband