Vinstri grænir snúa baki við ESB

Afgerandi meirihluti kjósenda Vinstri grænna, um 62 prósent, er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er töluvert hærra hlutfall en meðal þjóðarinnar almennt, en þar eru 57 prósent andvíg.

Um skamma hríð, í herferð ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. gegn lýðveldinu tók forysta Vinstri grænna upp á því að styðja ESB-umsókn Samfylkingar. Þingflokkurinn klofnaði, þrír þingmenn hrukku af skaftinu.

Forysta Vinstri grænna náði áttum og lagði til að ESB-umsóknin yrði sett ofan í skúffu áramótin 2012/2013. Þar hefur hún legið síðan.


mbl.is Meirihlutinn á móti inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vg hefur frá upphafi verið á móti ESB og í hærra hlutfalli en nú. Það má ekki rugla saman forystunni og flokknum. Steingrímur sagði þvert nei í umræðum í sjónvarpssal fyrir kosningar en skipti svo um skoðun til að komast í stjórn. Sagði reyndar líka nei við AGS og ICESAVE en skipti líka um skoðun í því af sömu ástæðum. Þetta varð til þess að flokkurinn þurrkaðist næstum út, en var bjárgað fyrir horn með að setja Steingrím í aftursætið og Kötu við stýrið. Ekki þárf meira til að blekkja vinstrimenn á íslandi.

Enn er ekki hægt að tala um forystuna og flokkinn í sömu andrá, bara svo það sé fært til bókar.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.10.2018 kl. 12:56

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hver hefur ekki verið talaður til með loforði um gull og græna? Giska má á að því hefði fylgt fullvissa um að Ísland næði sér aldrei aftur á strik; ýkt með sakargiftum á hendur Sjálfstæðisflokknum.Alla vega miðað við framkomuna eftir "brullup" Steingríms og Jóhönnu. Ég trúi á uppgang sjálfstæðissinna. 

Helga Kristjánsdóttir, 5.10.2018 kl. 14:27

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð skrif hér af allra hálfu.

Jón Valur Jensson, 7.10.2018 kl. 04:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband