Óhjákvæmni EES, Björn Bjarna og Jón Baldvin

Við höfum fengið allt fyrir ekkert, voru fleyg orð Jóns Baldvins Hannibalssonar þáverandi utanríkisráðherra þegar hann kynnti Íslendingum EES-samninginn fyrir aldarfjórðungi.

En alveg eins og ekki er til ókeypis hádegisverður eru engir alþjóðasamningar þannig úr garði gerðir að einn aðili fær allt fyrir ekkert. Núna stendur yfir umræða um hvort veita skuli Evrópusambandinu íhlutunarrétt í íslensk raforkumál. Íslensku heiðarnar og fallvötnin eru nokkru stærra en ,,ekkert".

Á þessu bloggi var gagnrýnt að skipuð var af hálfu utanríkisráðherra pólitísk nefnd EES-sinna. Vitnað var til orða formanns nefndarinnar, Björns Bjarnasonar, um óhjákvæmni EES-samningsins. Björn mótmælir þessari túlkun og segist ekki telja EES-samninginn óhjákvæmilegan fyrir samskipti Íslands og ESB. Það er vel.

Friðhelgi hvíldi yfir EES-samningnum á meðan umræðan stóð yfir um hvort Ísland ætti að verða aðildarríki Evrópusambandsins eða ekki. Sá sem hér skrifar var einn af stofnendum Heimssýnar sumarið 2002, starfaði í stjórn félagsins og var framkvæmastjóri um tíma frá stofnun til ársins 2013.

Heimssýn er vettvangur andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Á árabilinu sem hér um ræðir, 2002 og 2013, var reglulega rætt um EES-samninginn. Nær öllum umræðum lauk með samkomulagi um að af tvennu illu væri EES-samningurinn skárri en aðild að Evrópusambandinu. Þess vegna naut EES-samningurinn friðhelgi.

Eftir að ESB-umsókn Samfylkingar var dregin tilbaka áramótin 2012/2013 af ríkisstjórn Jóhönnu Sig. voru ekki lengur forsendur fyrir friðhelginni. Evrópusambandið notar EES-samninginn til að sækja sér valdheimildir yfir íslenskum innanríkismálum, flytja völd frá Reykjavík til Brussel. Það kallar á átök um grundvöll EES. Þau standa yfir þessi misserin.

EES-samningurinn var gerður þegar Evrópusambandið var ráðandi hugmyndafræði í nær allri álfunni. Frá og með Brexit 2016 er ESB deyjandi hugmynd. Leiðari Telegraph í Bretlandi segir umbúðalaust: ESB er sökkvandi skip.

Í gegnum EES-samninginn er Ísland munstrað á sökkvandi skip. Við eigum að segja upp þessum samningi. Það er mergurinn málsins - óhjákvæmilega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Páll Mjög gott og 100% rétt en það á að segja EES samningnum ásamt Shengen strax upp. Það verður að segja þeim báðum en ég held að þeir hangi ekki saman. CIA er málið í næstu lotu enda notar Merkel þá þegar einhvað liggur við.

Valdimar Samúelsson, 2.9.2018 kl. 16:45

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sérstaklega Schengen. Maðurinn sem myrti bandarísku hjónin í Amsterdam af handahófi (í gær eða fyrradag) hafði dvalarleyfi í Þýskalandi og þar með ferðafrelsi hvarvetna innan Schengen landamæranna.  Víti til að varast. 

Kolbrún Hilmars, 2.9.2018 kl. 17:35

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það hljóta allir, sem eru með fulla fimm og jafnvel bara hálf fimm, að EES samningurinn er stórgallaður og er ENGU að skila okkur.  Hann gerir ekkert annað en að rýra sjálfstæði okkar.  Það þekkist ekki í neinum öðrum samningum milli þjóða, að mótaðilanum sé gert að taka upp lög og reglur hins aðilans.  Þegar Íslendingar gerðu viðskiptasamning við Kína, var okkur ekki gert að taka upp Kínversk lög.  Ég trúi ekki öðru en að athugun á EES samningnum leiði það í ljós að hann er KOLÓLÖGLEGUR orðinn og það fyrir mörgum árum.  INNLIMUNARSINNARNIR hafa verið óþreytandi að  benda á að ESB sé 500 milljón manna markaður, en þeir minnast ekki á það að stærsti hluti þessa markaðar hverfur við útgöngu Breta því meirihluti þeirra landa sem eftir verður eru LÁGTEKJULÖND og ekki mjög eftirsóknarvert að selja nokkuð til þeirra....

Jóhann Elíasson, 2.9.2018 kl. 20:50

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það var engin spurður þegar þessi samningur var gerður og stjornarskrá var brotin við það tilefni. Enginn kaus þetta. Engin þjóðaratkvæði. Forsetinn kvittaði bara undir eins og þægur hundur og hunsaði grunnlög þjóðarinnar.

Allar forsendur fyrir þessu samkomulagi eru löngu brostnar. Þetta var selt í gegnum þingið sem hagkvæmt viðskipta og tollabandalag en er nú farið að diktera lífi og innanríkismálum íslendinga í stóru og smáu. Hefðu menn séð fyrir það monstrúm sem þetta er orðið, þá hefði þetta aldrei verið samþykkt. Þetta var selt þjöðinni með lygum og flærð rett eins og reynt er að selja okkur ESB.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.9.2018 kl. 22:58

5 Smámynd: rhansen

Verð að taka undir þessi frabæru skrif allra her á undan ...það á ekki að láta ljuga meiru inna okkur en komið er ...Mælrinn er löngu fullur !!

rhansen, 3.9.2018 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband