Sjálfstæðismenn, ekki forystan, boða til fundar

Grasrót Sjálfstæðisflokksins boðar til málstofu í dag um framsal á yfirráðarétti Íslendinga yfir raforkumálum landsins. Evrópusambandið gerir kröfu um að svokallaður ,,þriðji orkupakki" ESB taki gildi hér á landi.

Ef alþingi samþykkir kröfur ESB er íhlutunarréttur útlendinga yfir raforku landsins innleiddur í lög.

Ólíkt forystu Sjálfstæðisflokksins eru margir flokksmenn uggandi um ásælni ESB í íslensk innanríkismál. 

Fundurinn er í dag, kl. 17:30, í Valhöll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hingað og ekki lengra og sannleikurinn er að við erum búinn að gefa allt of mikið eftir. Elítan vill ekki styggja ESB enda renna peningar þaðan til Íslands. RÚV þar á meðal.

Valdimar Samúelsson, 30.8.2018 kl. 14:48

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er ekki hollt fyrir neinn stjórnmálaflokk að gjá myndist milli fotystu og fylgjenda.

Ragnhildur Kolka, 30.8.2018 kl. 17:24

3 Smámynd: Guðjón Bragi Benediktsson

Það fær víst enginn stöðvað framvinduna í þessum málum. Spurningin er bara hversu lengi er hægt að veita viðnám. Stórríki Evrópu mun verða að veruleika fyrr eða síðar. Þá mega þeir sem hafa óhagstæðar skoðanir að mati Ríkisráðsins fara með bænirnar sínar. Sjá t.d. hörku óeirðalögreglu Þýskalands gegn mótmælendum í göngu gegn innflytjendastefnu, bryndrekar sem sprauta táragasi, skjaldarraðir vopnaðra herlögreglumanna. Netlögreglan vaktar samfélagsmiðla  til að fyrirbyggja slíkar uppákomur, fundafrelsi og tjáningarfrelsi nær ekkert.

Guðjón Bragi Benediktsson, 30.8.2018 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband