Netvíma og sjálfshatur

Þekkt einkenni alkahólisma er sjálfshatur. Alkinn veit að neyslan eyðileggur hann sjálfan og fjölskylduna en drekkur samt. Netvíma, sem fæst með tölvuleikjum og áráttunotkun samfélagsmiðla, virðist skila svipaðri niðurstöðu verði neyslan að fíkn.

Netfíklar geta ekki hugsað sér að vera í einrúmi án tölvu eða snjalltækja. Ef þeir eru ekki ,,tengdir" er tilveran óbærileg. Það er ein útgáfa sjálfshaturs að þola ekki að vera einn með sjálfum sér.

Algeng meðferð við alkahólisma er að fá alkann til að horfast í augu við eigin aumingjaskap og vinna sig upp í að vera maður með mönnum - en án áfengis.

Meðferð við netfíkn er lítt komin á rekspöl enda sjúkdómurinn nýr af nálinni. Úrræðin eru þó líkleg til að vera áþekk þeim sem beitt er á alkahólisma. Sá sem ekki þolir sjálfan sig er tæplega í ástandi til að eiga eðlileg samskipti við aðra. 


mbl.is Samfélagsmiðlar draga úr þroska barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mér finnst það nú skipta máli hvort að þeir sem að vinna á tölvur séu að

vinna þjóðfélaginu gagn með fræðaskrifum

eða hvort að þeir eru bara að sóa sínu lífi í tölvuleiki.

Jón Þórhallsson, 9.8.2018 kl. 16:25

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Versta dæmi um "leikja" fíkn, sem ég hef rekist á ... kemur frá Kína. Þar í landi hafa mörg heimilinn orðið ver úti frá leikjafíkn barnanna en nokkur alki nokkurs staðar.

Örn Einar Hansen, 9.8.2018 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband