Stjórna Rússar Bandaríkjunum í gegnum Facebook?

Frjálslyndir vinstrimenn í Bandaríkjunum trúa að Rússar gerðu útslagið í forsetakosningunum og tryggðu kjör Trump með falsfréttum á samfélagsmiðlum. Sami tónn er sleginn fyrir þingkosningarnar þar í landi. 

Til að trúa staðhæfingunni þarf maður fyrst að samþykkja þá forsendu að Facebook og aðrir samfélagsmiðlar skipti sköpum í kosningum. Það er einfaldlega ólíklegt.

Á árdögum sjónvarpsins var uppi svipuð kenning, að sjónvarpið væri mesti áhrifavaldurinn í kosningum. Kennedy var sagður sigra Nixon vegna sjónvarpseinvígis sem þeir háðu 1960.

Sjónvarpið, ólíkt samfélagsmiðlum, er ritstýrður miðill. Samfélagsmiðlar eru almannavettvangur, stafrænt fundartorg þar sem milljónir taka til máls.

Sjónvarp var tiltölulega nýr miðill fyrir hálfri öld, líkt og samfélagsmiðlar eru í dag. Freistandi er að búa til samsæriskenningar um áhrifamátt þeirra.

Vestur í Bandaríkjunum kaupa ekki allir vinstrimenn kenninguna um mátt Rússa. Sósíalistinn Seth Ackerman segir að þráhyggjan muni enda í tárum. Íhaldsmaðurinn Buchanan vekur athygli á hve Rússland er í raun lítil ógn við Bandaríkin.

En þeir sem stjórna Facebook verða að sýnast líta málið alvarlegum augum. Og loka nokkrum síðum sem fáir fylgdust með.

 


mbl.is Facebook hendir út falsaðgöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Rússarnir koma! Á Facebook. Svo verður þeim kennt um tapið í haust. Og Facebook fyrir að loka ekki fleiri síðum..

Guðmundur Böðvarsson, 1.8.2018 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband