88% stuðningur við Trump

Trump Bandaríkjaforseti er með 88% stuðning flokksmanna Repúblíkanaflokksins, samkvæmt könnun Wall Street Journal. Aðeins Bush yngri forseti getur státað af viðlíka stuðningi flokksmanna í eftirmála árásarinnar á tvíturnana í New York 11. september 2001.

Vikan átti að vera Trump erfið vegna deilna um leiðtogafundinn við Pútín Rússlandsforseta og meint afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016.

Meðal kjósenda almennt mjakast fylgi Trump upp á við, þótt hann skori lágt miðað við forvera sína í embætti í nútímasögu Bandaríkjanna.

Traust kjarnafylgi meðal flokksmanna er sterkasta vísbendingin um hvort flokkurinn tilnefnir sitjandi forseta til framboðs við næstu forsetakosningar, eftir tvö ár.


mbl.is Trump segir rannsóknina „svindl“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Upp er risin hreyfing fólks í Bandaríkjunum, einkum meðal svo kallaðra minnihluta hópa, sem fer undir nafninu #WalkAway. Þar eru fyrrum kjósendur Demókrataflokksins að lýsa óánægju með þær breytingar sem orðið hafa á flokknum og því hatri sem þar virðist vera í garð forsetans og fylgjenda hans. Þetta fólk, #WalkAway, er sem sagt að yfirgefa Demókrataflokkinn og lýsir því yfir opinberlega. Það má sjá slíkar yfirlýsingar á youtube.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.7.2018 kl. 14:35

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Páll góð grein og Tómas þetta eru gleðitíðindi sérstaklega þegar Bannon er líka/búinn að stofna hreyfingu á móti Soros og líklega fleiri málefni svo er Forseti Mexico samsinna Trump og mun örugglega hjálpa með landamæra girðingu. Hvað verður um antitrump fólkið munu þær hreyfingar halda áfram baráttunni.  

Valdimar Samúelsson, 24.7.2018 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband