Ríkisstjórnin styrkist, einkum Vinstri grænir

Mest mæddi á ráðherrum Vinstri grænna í ljósmæðradeilunni. Þær Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir stóðu af sér almannatengslahrekki ljósmæðra og fjölmiðlatið, sem gekk út á að hér væri langsoltin kvennastétt að biðja um ,,launaleiðréttingu."

Yfirvegun og staðfesta Katrínar og Svandísar sýnir að Vinstri grænir eru ljósárum á undan samkeppnisflokknum, Samfylkingunni, í félagslegum og pólitískum þroska. Í Samfylkingunni kýla menn vömbina og dilla afturendanum í þykjustumótmælum á meðan ráðherrar Vinstri grænna standa vaktina á þjóðarskútunni.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra staðfesti sig sem mann stöðugleika og málefnalegrar yfirvegunar.

Ríkisstjórnin í heild fékk stóraukna pólitíska þyngd í ljósmæðradeilunni. Í hönd fer vetur kjaradeilna sem mun reyna á þrótt og þrek ríkisstjórnarflokkanna. Þeir eru góðu heilli vel nestaðir í þann leiðangur.


mbl.is Verðandi mæður geti andað léttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kjaradeila ljósmæðra er einungis sýnishorn af því sem kemur næsta vetur, ef stjórnvöld girða sig ekki í brók og afnema þær hækkanir sem kjararáð hefur úrskurðað síðustu misseri. Verði þær látnar standa mun myndast mikil harka í komandi kjaraviðræðum. Niðurstaða ljósmæðradeilunnar skiptir þar engu máli.

Þeir sem ekki átta sig á þessu hafa einstaklega litla innsýn í kjaramál og kjaradeilur.

Gunnar Heiðarsson, 22.7.2018 kl. 06:17

2 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Felldu þær ekki svipaðan samning?

Guðmundur Böðvarsson, 22.7.2018 kl. 09:25

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þvílíkur óskhyggjupistill. Ættir að fara og láta skoða pólitísku gleraugun þín, það er eitthvað skakkt sem þar birtist. laughing

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/07/22/hildur_haett_i_vg/

Jón Ingi Cæsarsson, 22.7.2018 kl. 09:50

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það styrkti stöðu ríkisstjórnarinnar að forsætis og heilbrigðis ráðherrar eru konur. Það er ekki hægt að væna þær um þekkingarleysi á þjónustunni og þar með gera þær að illmennum. Bjarni fékk að finna fyrir þeirri gagnrýni.

Ragnhildur Kolka, 22.7.2018 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband