Merkel tapaði íhaldinu, verður að víkja

Angela Merkel Þýskalandskanslari tók vinstribeygju í málefnum flóttamanna og tapaði íhaldssömu baklandi. Merkel verður að víkja ef Evrópusambandið á að lifa. Þetta skrifar dálkahöfundur New York Times, Bret Stephens. Grein hans er tekin af alvöru í Þýskalandi, Die Welt endursegir rökfærsluna. 

Opingáttarstefna Merkel í viðtöku flóttamanna er ástæðan fyrir því að kjósendur íhaldssamra flokka hverfa í unnvörpum frá þeim og leita til stjórnmálaflokka með harðari stefnu í málaflokknum. Þetta gildir ekki aðeins um Þýskaland, segir Stephens, heldur Austurríki, Ítalíu og Svíþjóð. Bretar kusu Brexit til að loka á opingáttarstefnu Merkel.

Stephens rekur raunasögu Evrópusambandsins á þessari öld: evru-kreppan, flóttamanna-kreppan og úrsögn Breta, Brexit. Af 18 árum aldarinnar er Merkel við völd í 13 ár. Nóg er komið, segir sá bandaríski.

Staða Merkel í Þýskalandi ætti að vera tilefni miðhægriflokka á Íslandi til að staldra við og spyrja sig: erum við á vinstrileið Merkel þar sem íhaldssamir kjósendur yfirgefa okkar og leita annað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Var alþingi ekki að setja lög, í árslok 2016, til þess að liðka fyrir hælisleitendum á Íslandi?

Hörður Þormar, 8.7.2018 kl. 17:22

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vona allra vegna að Bret Stephens sé sannspár og að Merkel fari sem fyrst..

Valdimar Samúelsson, 8.7.2018 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband